Hoppa yfir valmynd

Umsókn um stöðuleyfi fyrir búnað tengdan meltuvinnslu

Málsnúmer 2005063

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. maí 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Arctic Protein, dags. 15. maí 2020. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tímabundinn búnað tengdan meltuvinnslu við húsnæði Arnarlax á Patrekshöfn. Búnaðurinn samanstendur af einum 4m3 tanki með áfastri kvörn og öðrum 8m3 tanki sem notaður er til blöndunar og maurasýru bætt við, en fyrirhugað er að geyma hana í húsnæði Arnarlax. Erindinu fylgir lýsing á verkefninu ásamt loftmynd unnin af M11 teiknistofu er sýnir fyrirhugaða staðsetningu. Einnig fylgir samþykki Arnarlax fyrir staðsetningu búnaðarins.

Hafna- og atvinnumálaráð hafnar umsókninni á grundvelli þess að umrætt svæði henti ekki undir umræddan búnað þar sem erfitt yrði að halda því hreinu, ekkert niðurfall er á planinu.