Hoppa yfir valmynd

Álit um mat á umhverfisáhrifum vegaframkvæmda á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegi

Málsnúmer 2007022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lagt fram álit Skipulagsstofnunar dags. 3. júlí 2020 um mat á umhverfisáhrifum vegaframkvæmda á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg.

Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir sjónarmið Skipulagsstofnunar um að þverun Vatnsfjarðar feli í sér takmarkað vægi þegar horft er til samgönguúrbóta á Vestfjarðavegi.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggst því gegn þverun Vatnsfjarðar og leggur til að farið verði í endurbyggingu á núverandi vegstæði í Vatnsfirði, þ.e. veglínu A1, A2 eða A3.