Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #898

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. júlí 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 29. júní 2020 þar sem lagt er til að stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. verði endurskipuð þannig að í stjórn félagsins sitji kjörnir bæjarfulltrúar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir breytingu á stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. og hún verði skipuð með eftirfarandi hætti:

Aðalmenn verði:
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
Iða Marsibil Jónsdóttir
Ásgeir Sveinsson

Varamenn verði:
María Ósk Óskarsdóttir
Jón Árnason
Magnús Jónsson

Ný stjórn tekur við að loknum aðalfundi Fasteigna Vesturbyggðar sem haldinn verður miðvikudaginn 15. júlí 2020.

Bæjarráð þakkar fráfarandi stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. fyrir þeirra góðu störf.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 4. við fjárhagsáætlun 2020 vegna framkvæmda við landfyllingu á Bíldudal. Áætlað er að verkefnið kosti 129 milljónir á þessu ári og er það hluti af sértæku fjárfestingarátaki ríkisins. Styrkur að sömu fjárhæð kemur á móti kostnaði við fjárfestinguna. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta né hreyfir hann handbært fé.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Lagðar fram endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem tilkynnt var um 24. júní sl. Mest lækka framlög sem byggja á skatttekjum ríkissjóðs, en það eru tekjur af fasteignaskatti, útgjaldjöfnunarframlög og almenn framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Framlög til Vesturbyggðar lækka um 17,6% eða sem nemur tæpum 66 millj. kr. og hefur það veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins.

Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega niðurskurði á framlögum Jöfnunarsjóðs og hvetur fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að bregðast við þessum mikla niðurskurði. Verði engar breytingar gerðar á áætlun Jöfnunarsjóðs má ætla að verulegt tap verði á rekstri sveitarfélagsins á þessu ári, þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi ráðist í miklar og sársaukafullar hagræðingaraðgerðir á árinu 2019 og 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Verkefni Vestfjarðastofu

Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri mætti inn á fundinn í fjarfundi og fór yfir helstu verkefni Vestfjarðastofu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar

Lögð fram húsnæðisáætlun Vesturbyggðar. Áætlunin var unnin af Eflu Verkfræðistofu í kjölfar innviðagreiningar fyrir Vesturbyggð. Drög áætlunarinnar hafa verið rædd í stjórn Fasteigna Vesturbyggðar, skipulags- og umhverfisráði, fræðslu- og æskulýðsráði og menningar- og ferðamálaráði. Húsnæðisáætlunin er heildstæð áætlun sveitarfélagsins Vesturbyggð varðandi stöðu húsnæðimála í sveitarfélaginu og er hlutverk hennar að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í sveitarfélaginu.

Bæjarráð Vesturbyggðar staðfestir áætlunina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Úthlutun stofnframlaga ríkisins 2020 - niðurstaða

Lagt fram bréf húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 30. júni 2020 þar sem tilkynnt er um að stofnunin hafi metið umsóknina og hún hafi verið samþykkt. Samþykkt er að veita 32% stofnframlag ríkisins til byggingu fjögurra íbúða á Bíldudal, samtals nemur stofnframlagið 35.959.417 kr.

Bæjarráð fagnar því að hafa fengið úthlutað stofnframlagi til byggingu íbúðarhúsnæðis á Bíldudal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Sala eigna 2020

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 8. júlí 2020 um stöðu á auglýsingu og sölu eigna í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020.

Í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarstjórnar Vesturbyggðar 2020 og í samræmi við 5. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir bæjarráð samhljóða að bæjarstjóra sé heimilt að undirrita skjöl varðandi sölu eftirtalinna eigna í eigu Vesturbyggðar:

- Stekkar 13, Patreksfirði fyrir 9 millj. kr.
- Aðalstræti 105, Patreksfirði fyrir 9 millj. kr.
- Sæbakka 4, Bíldudal (íbúð 01-02) fyrir 11,1 millj. kr.
- Lönguhlíð 18, Bíldudal fyrir 700.000 kr.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Endurskoðun byggðaáætlunar - opið samráð um mótun, form, inntak og framkvæmd

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 9. júlí 2020 vegna endurskoðunar byggðaáætlunar og helstu ábendingar Vesturbyggðar við upphaf endurskoðunarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn ábendingar Vesturbyggðar í hinu opna samráði sem nú stendur yfir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Úttekt og greining á samrekstri slökkviliðs og sjúkraflutninga

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 8. júlí 2020. Í minnisblaðinu er lagt til að greint verði hvort æskilegt sé að sameina slökkvilið og sjúkraflutninga í Vesturbyggð. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur lýst yfir áhuga sínum á að koma að slíkri greiningu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna með áhuga Tálknafjarðahrepps að koma að slíkri greiningu og í kjölfarið óska eftir tilboðum í greininguna sem tekin verði afstaða til við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Minnisblað vegna slökkvibíls á Bíldudal

Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra um ástand slökkvibíls á Bíldudal. Í minnisblaðinu kemur fram að verulegt viðhald hefur verið á bílnum sem er árgerð 1984.

Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að vinna að nánari greiningu á kostnaði við fyrirhugað viðhald slökkvibíls á Bíldudal og kynna niðurstöðuna bæjarráði svo unnt sé að bregðast við.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi við veg og brú við botn Tálknafjarðar

Lagt fram bréf Tálknafjarðahrepps dags. 26. júní 2020 vegna umsóknar Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við endurbætur á Bíldudalsvegi um Botnsá í Tálknafirði. Í bréfinu er óskað eftir samtali við Vesturbyggð um jarðgöng milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem og aðra sameiginlega hagsmuni í samgöngumálum.

Bæjarstjóra falið að svara bréfinu og boða til fundar í ágúst.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Svar við umsókn um fjárveitingu til styrkvega 2020

Lagt fram til kynningar svar Vegagerðarinnar dags. 25. júní 2020 við umsókn Vesturbyggðar um fjárveitingar til styrkvega 2020. Vesturbyggð sótti um styrk til endurbóta á slóða að skógrækt á Patreksfirði, lagfæringu á vegkafla niður í Keflavík, endurbætur á Ketildalavegi (Grænuhlíð-Selárdalur) og endurbætur á Siglunesvegi að Hreggstöðum.

Samkvæmt svari Vegagerðarinnar var samþykkt að úthluta Vesturbyggð 2,5 millj. kr. til styrkvega í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna að málinu áfram.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Álit um mat á umhverfisáhrifum vegaframkvæmda á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegi

Lagt fram álit Skipulagsstofnunar dags. 3. júlí 2020 um mat á umhverfisáhrifum vegaframkvæmda á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg.

Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir sjónarmið Skipulagsstofnunar um að þverun Vatnsfjarðar feli í sér takmarkað vægi þegar horft er til samgönguúrbóta á Vestfjarðavegi.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggst því gegn þverun Vatnsfjarðar og leggur til að farið verði í endurbyggingu á núverandi vegstæði í Vatnsfirði, þ.e. veglínu A1, A2 eða A3.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Umsagnarbeiðni v. rekstrarleyfis Stúkuhúsið

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 10. júlí 2020 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis að reka veitingarstað í flokki II í Stúkuhúsinu, Aðalstræti 50 Patreksfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Terra ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Framkvæmdaleyfi vegna endurheitar votlendis Fífustaðir í Fífustaðadal

Lagt fram erindi frá Votlendissjóði, dags. 1. júlí 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi að beiðni landeigenda fyrir endurheimt votlendis á um 57ha svæði á jörðinni Fífustöðum í Fífustaðadal, Arnarfirði. Áætlaður verktími er í ágúst og september 2020. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá lagði ráðið til við framkvæmdaraðila að framkvæmdin verði þannig útfærð að ekki myndist slysagildrur fyrir dýr og menn.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða

Lagt fram erindi dags. 27. febrúar 2020 frá Valdimar Gunnarssyni fyrir hönd óstofnaðs félags um beiðni um úthlutun 12 frístundarhúsalóða sem skipulagðar eru undir Taglinu á Bíldudal. Svæðið var deiliskipulagt 2011 og gerir deiliskipulagið ráð fyrir 12 frístundahúsalóðum, stærð lóðanna er á bilinu 0,7-1,12 ha. Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði og boltavelli á svæðinu. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 og leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt miðað við fyrirliggjandi forsendur. Ráðið leggur til að settur verði skýr tímarammi um verkefnið.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir úthlutun lóðanna 12 og felur bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Lóðaleigusamningar fyrir Lönguhlíð 18 og 20 á Bíldudal

Lagt fram erindi frá Vesturbyggð, dags. 26 júní 2020. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamninga við Lönguhlíð 18 og 20 á Bíldudal. Erindinu fylgir tillaga að lóðum umhverfis húsin ásamt minnisblaði frá bæjarstjóra.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 að samþykkt yrði endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir eignirnar með kvöðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra setti sem skilyrði fyrir sölu eignanna með bréfi dags. 12. nóvember 2019.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir endurnýjun lóðaleigusamninganna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna iðnaðarsvæðis við Þverá. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 5. Júní 2020. Breytingin felst í skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I10) undir starfsemi Eldisvarrar við Seftjörn lóð 1 á Barðaströnd. Stærð svæðisins er undir 5 ha og verður því markað með hring á uppdrætti aðalskipulagsins. Fiskeldi hefur verið starfrækt á svæðinu frá árinu 1984 en það hefur verið gert í ósamræmi við skipulag á svæðinu hingað til og því er þetta liður í að leiðrétta það. Einnig er áformað að fara í endurskipulagningu og frekari uppbyggingu á svæðinu. Gildandi starfsleyfi veitir heimild til þess að vinna allt að 200 tonn í land- og kvíaeldi. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 og fól skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

Með erindinu fylgir einnig tilkynning framkvæmdaraðila til sveitarfélagsins þar sem eldið fellur undir c-flokk framkvæmda, lið 1.12 skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða bæjarráðs er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, því til grundvallar er útfyllt eyðublað um ákvörðun um matskyldu c-flokks framkvæmda.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

Tekið fyrir deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn lóð 1, en stærð þess er 1,9 ha og nær yfir núverandi mannvirki og næsta umhverfi fiskeldisstöðvarinnar á Seftjörn lóð 1 Þverá, Barðaströnd. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 25. febrúar 2020 og endurskoðað 9. júní 2020. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á 74. fundi sínum 9. júlí 2020.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. sömu laga, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama efnis.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði

Lögð fram breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Erindið var tekið fyrir á 74. fundi skipulags- og umhverfisráðs 9. júlí 2020 og á 21. fundi hafna- og atvinnumálaráðs 13. júlí 2020. Breytingartillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2020. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en Olíudreifing gerði athugasemd við tillöguna og benti á ákvæði reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi nr. 884/2017 og fjarlægðamörk sem þar gilda sem og afgreiðslulagnir félagsins er liggja um lóðina. Skilmálum þess efnis var bætt við tillöguna. Svæðið er eingöngu ætlað undir meltutanka.

Bæjarráð samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Ráðning skólastjóra Bíldudalsskóla

Bæjarstjóri fór yfir auglýsingaferli vegna lausrar stöðu skólastjóra Bíldudalskóla en umsagnafrestur rann út 7. júlí 2020. Lagt er til við bæjarráð að gengið verði frá ráðningu Signýjar Sverrisdóttur í stöðu skólastjóra Bíldudalsskóla.

Bæjarráð samþykkir að ráða Signý Sverrisdóttur sem skólastjóra Bíldudalsskóla og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

22. Tillaga að eldissvæðum vegna fiskeldis í Arnarfirði - kynningatími 7 ágúst 2020

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Skipulagsstofnunar, dags. 3. júlí 2020, þar sem vakin er athygli á tillögu Hafrannsóknarstofnunar að eldissvæðum vegna fiskeldis í Arnarfirði.

Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við tillögu Hafrannsóknarstofnunar?

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Sviðsmyndir um raforkunotkun á Vestfjörðum

Lagðar fram til kynningar sviðsmyndir raforkunotkunar á Vestfjörðum sem Efla-verkfræðistofa vann fyrir Vestfjarðastofu sem hluta af langtímaverkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga um eflingu orkuframleiðslu og flutningsmál raforku á Vestfjörðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24. Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar - greining

Lögð fram greining Vestfjarðastofu um Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum. Stöðumat 2020.

Bæjarráð þakkar fyrir greininguna og fagnar því að veittir hafi verið styrkir til frekari eflingar nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á Patreksfirði og Bíldudal.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


25. Fundargerð nr. 885 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. júní 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


26. Fasteignamat 2021 - Þjóðskrá Íslands

Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrá Íslands dags. 29. júní 2020 vegna fasteignamats 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


27. Fundargerð nr. 179 Breiðafjarðarnefnd

Lögð fram til kynningar fundargerð 179. fundar Breiðafjarðanefndar frá 19. maí 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


28. Hitaveita Krossholti

Lögð fram til kynningar gögn vegna hitaveitu á Krossholti.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


29. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 27. fundar stjórnar Vestfjarðastofu frá 12. maí 2020.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


30. Átak í fráveituframkvæmdum sveitarfélaga

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja dags. 2. júní 2020, þar sem vakin er athygli á frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, sem felur í sér að á árunum 2020-2030 verði veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélag.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


31. Ársreikningur BsVest 2019

Lagður fram til kynningar ársreikningur Byggðasamlags Vestfjarða í málefnum fatlaðs fólks.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


32. Brunavarnaráætlun 2019 - 2024

Lagt fram til kynningar svör Vesturbyggðar við spurningum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna vinnslu við brunavarnaáætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

33.

Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar Vestur-Botns ehf. sem haldinn var 9. júlí 2020. Fundargerðin er í 1. lið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


34.

Lögð fram til kynningar fundargerð 74. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 9. júlí 2020. Fundargerðin er í 9 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


35.

Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 13. júlí 2020. Fundargerðin er í 6 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25