Hoppa yfir valmynd

Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar

Málsnúmer 2007033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lögð fram húsnæðisáætlun Vesturbyggðar. Áætlunin var unnin af Eflu Verkfræðistofu í kjölfar innviðagreiningar fyrir Vesturbyggð. Drög áætlunarinnar hafa verið rædd í stjórn Fasteigna Vesturbyggðar, skipulags- og umhverfisráði, fræðslu- og æskulýðsráði og menningar- og ferðamálaráði. Húsnæðisáætlunin er heildstæð áætlun sveitarfélagsins Vesturbyggð varðandi stöðu húsnæðimála í sveitarfélaginu og er hlutverk hennar að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í sveitarfélaginu.

Bæjarráð Vesturbyggðar staðfestir áætlunina.