Hoppa yfir valmynd

Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61 2003.

Málsnúmer 2011026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. nóvember 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003.

Hafna- og atvinnumálaráð fagnar því að fram séu komin drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum nr. 61/2003, breytingar er snúa að gjaldtöku vegna eldisfisks en sveitarfélagið hefur lengi kallað eftir skýrara regluverki í tengslum við gjaldtöku vegna eldisfisks. Þá eru í frumvarpinu breytingar er snúa að rafrænni vöktun í höfnum, og innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir.

Hafnarstjóra falið að skila inn umsögn vegna breytinga á frumvarpinu í samræmi við umræður á fundinum.
20. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lögð fram drög að umsögn Vesturbyggðar um drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum hafnalaga nr. 61/2003.

Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs og fagnar því að fram sé komið frumvarp sem ætlað er að skýra gjaldtöku af eldisfisk. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að ákvæði hafnalaga í heild sinni verði endurskoðuð vegna þeirra miklu breytinga sem aukið fiskeldi hefur haft fyrir starfsemi hafna.