Hoppa yfir valmynd

Selárdalur - ósk um leyfi fyrir nýrri vatnslögn

Málsnúmer 2103017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. mars 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Eini Stein Björnssyni, dags. 04.03.2021. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja nýja vatnslögn í landi Selárdals frá vatnsbóli í dal og að húsi í eigu hans, Grund.

Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að framkvæmdin teljist minniháttar og að hún sé þá undanþegin framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin hefur ekki varanleg áhrif á landslag eða ásýnd umhverfisins. Skila skal inn til sveitarfélagsins samþykki landeigenda, hnitsettri legu lagnar sem og umsögn minjavarðar vegna lagnaleiðar áður en framkvæmdir hefjast.