Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #82

Fundur haldinn í fjarfundi, 11. mars 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Patreksfjörður, götunöfn og húsnúmer.

Á 81. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 15. febrúar 2021 lagði ráðið til eftirfarandi götunöfn á Patreksfirði þar sem þörf var á breytingum eða götunöfn voru ekki til staðar:

1. Vegur frá Aðalstræti 1 og niður á hafnarkant beri nafnið Hafnargata.
2. Vegur upp að hjöllum utan við Mýrar verði Fjósadalur.
3. Hafnarkantur á Patrekshöfn verði Hafnarbakki.
4. Vegur á milli Þórsgötu og Eyrargötu verði Oddagata.
5. Aðalstræti 112a-131 verði Björg.

Tillagan var auglýst 17. febrúar og gefinn kostur á athugasemdum eða nýjum tillögum til og með 8. mars. Undirskriftalisti barst frá íbúum Aðalstrætis 112a - 131 þar sem áformum um breytt götunafn var harðlega mótmælt af 33 íbúum.

Þá barst tillaga frá S. Páli Haukssyni um að vegur upp að harðfiskhjöllum utan við Mýrar verði Engjar og væri það í takt við önnur götunöfn á Patreksfirði en ákveðin sérstaða er varðandi götunöfn á staðnum, sbr. Hjallar, Hólar, Brunnar o.s.frv. Þá gerði bréfritari einnig tillögu að því að vegur upp að Félagsheimili Patreksfjarðar gæti heitið Stapar, en götuna á eftir að lengja upp að félagsheimili.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir innkomnar tillögur.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að götunöfn verði skv. lið 1-4 en Aðalstræti 112a-131 haldist óbreytt.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsókn um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi.

Lagðar fram uppfærðar teikningar frá Arnarlax af tímabundnu húsnæði við Völuvöll ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dagsett 10.03.2021. Um er að ræða svarbréf Skipulagsstofnunar við erindi Vesturbyggðar þar sem óskað var eftir staðfestingu á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna tímabundinna úrræða fyrir starfsmannaaðstöðu við Völuvöll á Bíldudal.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði eftir tilmælum Skipulagsstofnunar skv. leið b. í afgreiðslubréfinu. Farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Fyrir þurfi að liggja yfirlýsing frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímbundins húsnæðis á opna svæðinu til sérstakra nota, hagsmunaðilarnir eru: Golfklúbbur Bíldudals, fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar sem fer með málefni íþróttasvæða og landeigendur Litlu- Eyrar.

Breytt verði ákvæðum aðalskipulags um opið svæði til sérstakra nota(Ú2) þar sem heimiluð yrðu afnot af um 1 ha svæði fyrir tímabundið húsnæði, þ.e. án þess að landnotkun sé breytt. Setja þarf inn ákvæði um stærð svæðis, umfang mannvirkja og íbúðafjölda, innviði, tímalengd notkunar, frágang svæðis á notkunartíma og að notkunartíma loknum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá leigusamningi við Arnarlax vegna svæðis undir tímabundið húsnæði ofan við Völuvöll til þriggja ára með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu óverulegrar aðalskipulagsbreytingar. Lögð er áhersla á að vandað verði til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og að náið samráð verði við bæjarfélagið um útfærsluna.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Hjallar 24, umsókn um byggingaráform

Erindi frá Sigurpáli Hermannssyni dags. 9.mars 2021. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma við 241,6 m2 einbýlishús að Hjöllum 24, Patreksfirði. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Arkitektastofunni Austurvelli, dags. 20.02.2021

Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Hjöllum 19, 20, 21, 23, 25, 26 og Brunnum 19, 21, 23 og 25.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Aðalstræti 115. Fyrirspurn vegna bílskúrs.

Barði Sæmundsson vék af fundi.

Erindi frá Barða Sæmundssyni dags. 12.02.2021. Í erindinu er sett fram fyrirspurn um hvort leyfi geti fengist fyrir því að reisa bílgeymslu á baklóð við Aðalstræti 115 og nýja innkeyrslu frá Aðalstræti. Samkvæmt umsókn hefur bílastæði húseignar hefur verið óhentugt vegna nálægðar við götu og hættu á eignatjóni ökutækja.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en vekur athygli á að framkvæmdin er háð samþykki Vegagerðarinnar sökum nálægðar við Þjóðveg.

Barði Sæmundsson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Gæludýragrafreitur í Vesturbyggð

Á 2. fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 22.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Erindi frá Páli Haukssyni, Vill hann benda á að enginn gæludýragrafreitur sé til staðar á Patreksfirði og að í starfi hans sem gröfumaður fái hann stundum það hlutverk að grafa dauð gæludýr. Bendir hann á mögulegt svæði fyrir svona garð í Drengjaholti neðan við gamla knattspyrnuvöllinn.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar ábendinguna og felur tæknideild Vesturbyggðar að finna hentugan stað.

Ekki hefur enn verið fundinn hentugur staður og hefur bréfritari ítrekað ósk um að finna hentugan stað fyrir gæludýragrafreit.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að kanna með hentugan stað fyrir gæludýragrafreit í sveitarfélaginu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Selárdalur - ósk um leyfi fyrir nýrri vatnslögn

Erindi frá Eini Stein Björnssyni, dags. 04.03.2021. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja nýja vatnslögn í landi Selárdals frá vatnsbóli í dal og að húsi í eigu hans, Grund.

Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að framkvæmdin teljist minniháttar og að hún sé þá undanþegin framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin hefur ekki varanleg áhrif á landslag eða ásýnd umhverfisins. Skila skal inn til sveitarfélagsins samþykki landeigenda, hnitsettri legu lagnar sem og umsögn minjavarðar vegna lagnaleiðar áður en framkvæmdir hefjast.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Iðnaðarhús í Vatnskrók, umsókn um byggingarleyfi.

Erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni f.h. Leiknis Thoroddsen. dags. 9. febrúar 2021. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma vegna breytinga á hjalli við vatnskrók, Patreksfirði fastanr. 2124128. Fyrirhugað er að stækka hjallinn um 50,8 m2 til SV.. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni, dags. 29.01.2021

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um samþykki eigenda hins hluta hússins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Strandgata 1, umsókn um byggingarleyfi, spennistöð.

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi.

Erindi frá Arnarlax ehf. dags. 8. febrúar 2021. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma vegna 81 m2 spennistöðvar ofan við Strandgötu 1, Bíldudal. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M11 teiknistofu, dags. 08.02.2021

Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um samþykki Orkubús Vestfjarða sem á aðliggjandi hús.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Deiliskipulag - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi lóðar við íþróttahús á Bíldudal.
Tillagan var auglýst frá 7. janúar 2021 til 19. febrúar 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun, siglingasviði Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Setja þarf inn ákvæði um lágmarkshæð húss þar sem um er að ræða íbúðarsvæði á lágsvæði í samræmi við tölvupóstsamskipti skipulagsfulltrúa og siglingasviðs Vegagerðarinnar. Skýra þarf betur að bílastæði sem sýnd eru á uppdrætti eru eingöngu leiðbeinandi, endanleg útfærsla skal koma fram á aðaluppdráttum.

Afmarka þarf vel aðkomu að svæðinu sem og athafnasvæði fyrir verktaka þegar til framkvæmda kemur á lóðinni.

Skiplags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna stækkunar íbúðarsvæðis við Hafnarbraut á Bíldudal.
Tillagan var auglýst frá 7. janúar 2021 til 19. febrúar 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun, siglingasviði Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Setja þarf inn ákvæði um lágmarkshæð húss þar sem um er að ræða íbúðarsvæði á
lágsvæði í samræmi við tölvupóstsamskipti skipulagsfulltrúa og siglingasviðs Vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:06