Hoppa yfir valmynd

Móttaka á sorpi á hafnarsvæðum

Málsnúmer 2103018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. mars 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar erindi Hafnasambands Íslands, dags. 5. mars 2021. Í erindinu er vakin athygli á að rík áhersla er lögð á flokkun sorps í höfnum og beinir Hafnasamband Íslands þeim tilmælum til hafnaryfirvalda að þau útbúi sína móttöku fyrir smærri skip og báta með þeim hætti, að mögulegt sé að skila flokkuðu sorpi í aðskilin ílát á hafnarsvæðum og/eða fylgi þeim flokkunarreglum sem eru í gildi í viðkomandi sveitarfélagi.

Hafnarstjóri upplýsti að flokkun sé í góðum farvegi á Bíldudals- og Patrekshöfn en bæta þurfi úr við Brjánslækjarhöfn.