Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #29

Fundur haldinn í fjarfundi, 15. mars 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Patrekshöfn - skipalyfta

Erindi frá FF Rafverk og Vélaverkstæði Patreksfjarðar dags. 12. mars. Í erindinu er óskað eftir aðstöðu við hafnarsvæðið á Patreksfirði undir skipalyftu sem fyrirhugað er að kaupa. Þá er óskað eftir aðkomu hafnasjóðs að hafnarmannvirkjum fyrir lyftuna. Lyftan sem um ræðir hefur lyftigetu uppá um 200 tonn og gæti tekið skip allt að 10m breið í lyftuna. Í erindinu eru lagðar til tvær staðsetningar sem gætu hentað og þá fylgja með myndir og teikningar af lyftunni.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur jákvætt í hugmyndina og felur hafnarstjóra að kanna líklega staðsetningu fyrir skipalyftu í samráði við siglingasvið Vegagerðarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Breiðafjarðarferjan Baldur

Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum hafa verið slæmar svo áratugum skiptir.
Í fyrsta lagi hefur vegagerð og nýframkvæmdir við þjóðvegi gengið mjög hægt. Á síðustu árum hafa þó orðið miklar umbætur á löngum köflum en skildir eftir lykilkaflar sem enn eru í óboðlegu ástandi.

Í öðru lagi hefur þjónustustigið við vegina verið mjög lélegt og má fólk búa við það að eina leiðin til og frá svæðinu sé með ferjunni Baldri einu sinni á dag alla daga vikunnar nema laugardaga.

Af þessu leiðir að einu "traustu" samgöngurnar til og frá svæðinu hafa hingað til verið með Baldri. Skipið sem við setjum allt okkar traust á, hvað varðar tengingu við meginlandið, hefur hinsvegar alls ekki verið traustsins vert. Það hentar ekki vel til siglinga milli fjölmargra skerja Breiðafjarðar. Ef vindátt hefði verið inn fjörð en ekki út fjörð þann 11. mars þegar Baldur varð vélarvana, hefði fréttaflutningur af atburðinum verið á annan veg en þann að bryti skipsins væri að steikja lambalæri ofan í mannskapinn.

Baldur er og mun verða um langt skeið lykilþáttur í öllum flutningum til og frá sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrirtæki á svæðinu flytja út mikið magn af ferskum afurðum og þau þurfa að geta reitt sig á að þær komist hratt og örugglega á markað.
Ófærð á á vegum vegna snjóa eða þungatakmarkana vegna aurbleytu gera Baldur algerlega ómissandi. Það er því krafa okkar að það komi úrbætur strax sem hægt er að treysta.

Hafna- og atvinnumálaráð gerir þá kröfu að fundin verði hentug ferja sem hægt er að treysta til flutninga fólks og varnings. Öryggi notenda og afhendingaröryggi á afurðum þarf að vera tryggt og ljóst er að það traust verður ekki unnið nema með öruggri ferju.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 3. febrúar 2021. Í erindinu er kallað eftir endurskoðaðri áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa fyrir hafnir Vesturbyggðar.

Hafnarstjóri vinnur að endurskoðaðri áætlun.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umsögn og upplýsingar varðandi siglingaleiðir í Patreks- og Tálknafirði

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 25.02.2021. Í erindinu er óskað umsagnar varðandi siglingaleiðir á svæðinu og umferð skipa/báta í tengslum við færslu eldissvæða hjá Fjarðalax og Arctic Fish í Patreks- of Tálknafirði.

Hafna- og atvinnumálaráð gerir ekki athugasemd við færslu eldissvæðanna, en svæðin skulu vera merkt skv. 35. gr. reglugerðar 540/2020 um fiskeldi. Hafnastjóra falið að senda inn með umsögn afmörkun Patrekshafnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Framkvæmdir hafnasjóðs Vesturbyggðar 2021

Hafnarstjóri kynnti fjárfestingar og sérgreind rekstrarverkefni sem áætlað er að ráðast í á árinu 2021.

Rætt um verkefni sem sækja á um í fiskeldissjóð og hafnarstjóra falið að kanna með áform Vegagerðarinnar um lagfæringar á vegi frá Brjánslækjarhöfn upp að þjóðvegi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

6. Mál nr. 509 ósk um umsögn um breytingu á hafnalögum (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun)

Lögð fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003, dags. 9. mars 2021.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Móttaka á sorpi á hafnarsvæðum

Lagt fram til kynningar erindi Hafnasambands Íslands, dags. 5. mars 2021. Í erindinu er vakin athygli á að rík áhersla er lögð á flokkun sorps í höfnum og beinir Hafnasamband Íslands þeim tilmælum til hafnaryfirvalda að þau útbúi sína móttöku fyrir smærri skip og báta með þeim hætti, að mögulegt sé að skila flokkuðu sorpi í aðskilin ílát á hafnarsvæðum og/eða fylgi þeim flokkunarreglum sem eru í gildi í viðkomandi sveitarfélagi.

Hafnarstjóri upplýsti að flokkun sé í góðum farvegi á Bíldudals- og Patrekshöfn en bæta þurfi úr við Brjánslækjarhöfn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

8. Fundargerð 432 - Hafnarsamband Íslands

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 432. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:24