Hoppa yfir valmynd

Uppbygging fiskeldis og innviða á Vestfjörðum - samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 2103037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. mars 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram greining á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum sem unnin var af KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu. Jafnframt var rædd tillaga Vestfjarðastofu um samstarf sveitarfélaga í málefnum fiskeldis á Vestfjörðum.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn óskar eftir því að greiningin verði kynnt bæjarfulltrúum sem fyrst. Þá staðfestir bæjarstjórn að Vesturbyggð taki þátt í samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum í málefnum fiskeldis, þannig að hafin verði vinna við gerð samfélagssáttmála um fiskeldi á Vestfjörðum. Samfélagssáttmálanum er ætlað að draga saman þá hagsmuni sem sveitarfélög hafa af fiskeldi í dag og til framtíðar, m.a. að tryggð verði eðlileg hlutdeild sveitarfélaga í þeirri opinberu gjaldtöku sem innheimt er af fiskeldi, uppbygging innviða, samfélagsleg ábyrgð og umhverfissjónarmið. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna að málinu fyrir hönd Vesturbyggðar.

Staðfest samhljóða.
26. maí 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að samfélagssáttmála sveitarfélaga um fiskeldi á Vestfjörðum. Tilgangur sáttmálans er að standa sameiginlega að markvissri uppbyggingu fiskeldis og tengdra atvinnugreina á Vestfjörðum með það að markmiði að efla atvinnulíf, mannlíf og innviði með heildarhagsmuni Vestfjarða að leiðarljósi.

Til máls tóku: Forseti, FM, JÁ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar vísar málinu til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
6. júlí 2021 – Bæjarráð

Lögð fyrir lokadrög að samfélagssáttmála um fiskieldi á Vestfjörðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita sáttmálann fyrir hönd Vesturbyggðar.
13. október 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagður fram samfélagssáttmáli um fiskeldi á Vestfjörðum frá 15. júlí 2021.