Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #61

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. október 2021 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn mál

1. Breytingar á lagaumhverfi í þjónustu við börn

Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálastjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar mætti inn á fundinn og fór yfir þær breytingar sem verða á lagaumhverfi í þjónustu við börn í samræmi við breytingar á barnaverndarlögum og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Starfsemi Minjasafns Egils Ólafssonar

Óskar Leifur Arnarsson, starfandi forstöðumaður Minjasafnsins kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2020 ásamt drögum að fjárhagsáætlun ársins 2022.

Samráðsnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna fóru yfir stöðu mála vegna brunavarna og ræddar mögulegar breytingar í samstarfi sveitarfélaganna í málaflokknum.

Samráðsnefnd felur sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjóra Vesturbyggðar að vinna áfram að málinu.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna fóru yfir stöðu almenningssamgangna á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði

Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 7. október 2021, um framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði. Í tölvupóstinum kemur fram að ekki standi til að skipta Breiðafjarðarferjunni Baldri út fyrir ferju sem uppfyllir nútíma kröfur um öryggi og aðbúnað á meðan að núverandi samningur við rekstraraðila er í gildi.

Samráðsnefnd telur ákvörðunina algjörlega óásættanlega og kallar eftir skýrum svörum frá Vegagerðinni um hvernig öryggi farþega Baldurs sé tryggt og hvert viðbragðið sé verði samskonar óhöpp og urðu í júlí 2020 og mars 2021 þar sem Baldur varð vélavana á leið sinni um Breiðafjörð.

Bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps falið að kalla eftir svörum frá Vegagerðinni og leggja fyrir á næsta fundi samráðsnefndar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Innviðaáætlun Vestfjarða

Rætt um Innviðaáætlun Vestfjarða sem er til vinnslu hjá Vestfjarðastofu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

7. Samfélagssáttmáli um fiskeldi

Lagður fram samfélagssáttmáli um fiskeldi á Vestfjörðum frá 15. júlí 2021.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Boð á aðalfund Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest)

Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks sem fram fer 22. október 2021 á Ísafirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Boðun á 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga 22. - 23. október 2021

Lagt fram til kynningar boðun á 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga, 22. - 23. október 2021 sem fram fer á Ísafirði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:53