Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. október 2021 og hófst hann kl. 18:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
- Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn mál
1. Breytingar á lagaumhverfi í þjónustu við börn
Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálastjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar mætti inn á fundinn og fór yfir þær breytingar sem verða á lagaumhverfi í þjónustu við börn í samræmi við breytingar á barnaverndarlögum og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
2. Starfsemi Minjasafns Egils Ólafssonar
Óskar Leifur Arnarsson, starfandi forstöðumaður Minjasafnsins kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2020 ásamt drögum að fjárhagsáætlun ársins 2022.
Samráðsnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
3. Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði
Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna fóru yfir stöðu mála vegna brunavarna og ræddar mögulegar breytingar í samstarfi sveitarfélaganna í málaflokknum.
Samráðsnefnd felur sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjóra Vesturbyggðar að vinna áfram að málinu.
4. Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum
Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna fóru yfir stöðu almenningssamgangna á sunnanverðum Vestfjörðum.
5. Framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði
Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 7. október 2021, um framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði. Í tölvupóstinum kemur fram að ekki standi til að skipta Breiðafjarðarferjunni Baldri út fyrir ferju sem uppfyllir nútíma kröfur um öryggi og aðbúnað á meðan að núverandi samningur við rekstraraðila er í gildi.
Samráðsnefnd telur ákvörðunina algjörlega óásættanlega og kallar eftir skýrum svörum frá Vegagerðinni um hvernig öryggi farþega Baldurs sé tryggt og hvert viðbragðið sé verði samskonar óhöpp og urðu í júlí 2020 og mars 2021 þar sem Baldur varð vélavana á leið sinni um Breiðafjörð.
Bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps falið að kalla eftir svörum frá Vegagerðinni og leggja fyrir á næsta fundi samráðsnefndar.
Mál til kynningar
7. Samfélagssáttmáli um fiskeldi
8. Boð á aðalfund Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest)
Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks sem fram fer 22. október 2021 á Ísafirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:53