Hoppa yfir valmynd

Þróunarþorpið á Vatneyri

Málsnúmer 2104053

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. apríl 2021 – Bæjarráð

Lögð fram tillaga Vestfjarðastofu og Vesturbyggðar um samstarfsverkefni um Þróunarþorp á Vatneyri. Þorpið næði frá Aðalstræti 9 Patreksfirði, niður að gömlu smiðjunni og þaðan að Verbúðinni. Tilgangur verkefnisins er að efla og glæða Vatneyrina á Patreksfirði lífi þar sem saman fléttast menning, útivist, nýsköpun og önnur starfsemi. Mótaðar hugmyndir og framtíðarsýn Vatneyrar sem nýta má til að byggja upp svæðið og ímynd.

Bæjarráð vísar tillögunni til hafna- og atvinnumálaráðs og menninga- og ferðamálaráðs til kynningar og leggur til við bæjarstjórn að Vesturbyggð taki þátt í samstarfsverkefninu.
28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga Vestfjarðastofu og Vesturbyggðar um samstarfsverkefni um Þróunarþorp á Vatneyri. Þorpið næði frá Aðalstræti 9 Patreksfirði, niður að gömlu smiðjunni og þaðan að Verbúðinni. Tilgangur verkefnisins er að efla og glæða Vatneyrina á Patreksfirði lífi þar sem saman fléttast menning, útivist, nýsköpun og önnur starfsemi. Mótaðar hugmyndir og framtíðarsýn Vatneyrar sem nýta má til að byggja upp svæðið og ímynd. Bæjarráð lagði til á 919. fundi sínum að Vesturbyggð taki þátt í samstarfsverkefninu.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í samstarfsverkefninu um þróunarþorpið á Vatneyri.
22. júní 2021 – Bæjarráð

Lögð fram tillaga að skipun í stýrihóp verkefnisins Þróunarþorpið á Vatneyri. Bæjarráð staðfestir að í stýrihópnum skuli sitja bæjarstjóri, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, María Ósk Óskarsdóttir og menningar- og ferðamaálafulltrúi Vesturbyggðar ásamt starfsmanni Vestfjarðastofu.