Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. apríl 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2020
Lögð fram drög að ársreikningi Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2020.
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir helstu atrið í ársreikningnum og svaraði spurningum nefndarmanna.
Bæjarráð vísar ársreikningi 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2035
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var forkynnt skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í lok árs 2020 og kynnt á íbúafundi 9. febrúar 2021.
Tillagan hefur verið send til umsagnaraðila og umsagnir liggja fyrir frá eftirfarandi aðilum: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Fiskistofu, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni, Tálknafjarðarhreppi og Veðurstofu Íslands. Fyrir liggur samantekt skipulagsfulltrúa á innsendum umsögnum og mögulegum viðbrögðum.
Skipulagsstofnun hefur heimilað auglýsingu á tillögunni, með bréfi dagsett 25. mars sl. þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda stofnunarinnar eða að tillagan verði auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan og umhverfisskýrsla verði auglýst skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt athugasemdum skipulagsstofnunar.
3. Framkvæmdir og fegrun umhverfis á Bíldudal
Bæjarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir framundan á Bíldudal, m.a. malbikunarframkvæmdir, gangstéttar og fegrun umhverfis í þorpinu.
4. Malbik kantsteinar fjárhagsáætlun viðauki
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 20. apríl 2021 um kantsteina og malbik. Í minnisblaðinu er lagt til að fresta frekari framkvæmdum við kantsteina á Patreksfirði og færa yfir í malbikunarframkvæmdir. Þannig verði 3.000.000,- í götur Patreksfjörður lækkað og malbikunarframkvæmdir á Patreksfirði hækkað í 31.307.500 ,- Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðunnar.
Bæjarráð vísar málinu áfram til gerðar viðauka.
5. Efnisvinnsla Tagl - umsókn um framkvæmdaleyfi.
Erindi frá Vegagerðinni, dags. 16. apríl 2021. Í erindinu er óskað eftir heimild til efnistöku í námu við Tagl á Bíldudal, alls um 20.000 m3. Jarðfræðingur á vegum Vegagerðarinnar skoðaði námuna í apríl 2021 og áætlar að taka megi allt að 84.000m3 úr námunni til viðbótar. Erindinu fylgir afstöðumynd af námunni sem og tölvupóstur frá jarðfræðingi Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn Vesturbyggðar á 83. fundi sínum 21. apríl sl. að gefið verði út endurnýjað framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna efnisvinnslu í Tagli fyrir allt að 49.000m3, þar sem um er að ræða námu sem þegar er opin og umfangið þannig að hún er ekki háð umhverfismati. Varðandi sölu á efni úr námunni til Vegagerðarinnar þá vísaði ráðið erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð heimilar sölu á efni til Vegagerðarinnar úr efnisnámunni.
6. Hitaveita Krossholti
Rætt um nýtingu á heitu vatni í Laugarnesi og upplýsingar sem komu fram á fundi sveitafélagsins með Orkustofnun 11. mars sl. Í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020 er fyrirhuguð lokun á veitingu heits vatns í fasteignir á Krossholtum 1. júní nk. Með vísan til nýrra upplýsinga frá Orkustofnun leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lokun fyrir veitingu heits vatns á Krossholtum verði frestað um ótilgreindan tíma á meðan sveitarfélagið vinnur enn frekar að málinu og fasteignaeigendum verði tilkynnt um það.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs verði veitt umboð til að sækja um nýtingaleyfi til Orkustofnunar og vinna að málinu áfram.
7. Ósk um styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal 2021
Lagt fyrir erindi dags. 29. mars 2021 frá Félagi áhugamanna um Skrímslasetur.
Félagið óskar eftir styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal fyrir árið 2021 að upphæð 200 þúsund krónum. Menningar-og ferðamálaráð tók beiðnina fyrir á 15. fundi sínum 13. apríl sl. og leggur til að farið verði í samningagerð við Félag áhugamanna um Skrímslasetur og fól menningar-og ferðamálafulltrúa í samstarfi við bæjarstjóra að fara í þá vinnu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að samningi við Félag áhugamanna um Skrímslasetur.
8. Varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19
Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er eftir upplýsngum um fjármál einstakra sveitarfélaga, í því skyni að fá sem besta mynd af fjárhagslegri stöðu þeirra og fylgjast náið með framvinduni. Óskað er að fjárhagsáætlanir með viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu verði senda ráðuneytinu eigi síðar en 1. júní nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara bréfinu.
9. Þróunarþorpið á Vatneyri
Lögð fram tillaga Vestfjarðastofu og Vesturbyggðar um samstarfsverkefni um Þróunarþorp á Vatneyri. Þorpið næði frá Aðalstræti 9 Patreksfirði, niður að gömlu smiðjunni og þaðan að Verbúðinni. Tilgangur verkefnisins er að efla og glæða Vatneyrina á Patreksfirði lífi þar sem saman fléttast menning, útivist, nýsköpun og önnur starfsemi. Mótaðar hugmyndir og framtíðarsýn Vatneyrar sem nýta má til að byggja upp svæðið og ímynd.
Bæjarráð vísar tillögunni til hafna- og atvinnumálaráðs og menninga- og ferðamálaráðs til kynningar og leggur til við bæjarstjórn að Vesturbyggð taki þátt í samstarfsverkefninu.
10. Umsókn um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.
Iða Marsiblil Jónsdóttir vék af fundi á meðan dagskrárliðurinn var tekinn fyrir.
Lögð fram umsókn frá Arnarlax um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll ásamt gögnum vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi og umsögnum frá Golfklúbbi Bíldudals, landeigendum Litlu-Eyrar og fræðslu- og æskulýðsráði um breytinguna. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 82. fundi sínum þar sem ítrekað var að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða og leggur til að í samningi um svæðið verði ákvæði um að Arnarlax skuli skila inn áætlun innan eins árs frá dagsetningu samningsins um hvernig Arnarlax hyggist mæta þeirri húsnæðisþörf til framtíðar sem tímabundna húsnæðinu er ætlað að mæta.
Bæjarráð vísar málinu áfram til bæjarstjórnar til afreiðslu.
Til kynningar
11. Styrkvegir 2021 umsóknir
Lagðar fram til kynningar umsóknir Vesturbyggðar um styrkvegi til Vegagerðarinnar 2021. Sótt er um styrki til endurbóta á slóða að skógrækt á Patreksfirði, endurbætur á Brjánslækjarvegi niður að Brjánslækjarhöfn, endurbætur á Siglunesvegi að Hreggstöðum og styrk til gerð gangstígs og gangstéttar við Strandgötu á Patreksfirði.
12. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2021
13. Jarðstrengur milli Mjólkár og Bíldudals -beiðni um umsögn
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um fyrirhugaða lagningu 66 kv jarðstrengs milli Mjólkár og Bíldudals og sæstrengs yfir Arnarfjörð. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að tryggja áreiðanleika raforkuafhendingar á sunnanverðum Vestfjörðum. Lagður verður nýr um 3 km langur 66 kV jarðstrengur frá iðnaðarsvæði sunnan við Bíldudal meðfram sunnanverðum Bíldudalsvogi að landtaki áður en komið er að Haganesi. Þaðan verður um 11,4 km langur, 66 kV sæstrengur lagður yfir Arnarfjörð fyrir Langanes með landtak í Auðkúlubót. Að lokum verður svo lagður um 16 km langur 66 kV jarðstrengur frá Mjólká og að landtaki sæstrengs í Auðkúlubót, að mestu samhliða þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðavegi milli Mjólkár og Hrafnseyrar.
14. Sumarstörf námsmanna sumarið 2021
Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Vinnumálastofnun dags. 23. apríl 2021, þar sem sveitarfélög eru kvött til að taka þátt í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vesturbyggð fær heimild til að ráða 3 námsmenn sumarð 2021.
15. Mál nr. 539 um tillögu til þingályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila. Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 21. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.
16. Mál nr. 668 um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra ( gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga) Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 21. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál.
17. Mál nr. 702 um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð. Ósk um umsögn.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 23. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál.
18. Mál nr. 705 um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026. Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.
19. Mál 707 um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands. Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.
20. Mál nr. 708 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald ( EES-reglur, hringrásarhagkerfi). Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
21. Mál nr. 709 um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun ( málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku). Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.
22. Mál nr. 712 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, 712. mál.
23. Mál nr. 713 um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur ( nikótínvörur). Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.
24. Mál nr. 715 um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála ( öflun sakavottorðs). Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.
25. Mál nr. 716 um frumvarp til laga grunnskóla og framhaldsskóla ( fagráð eineltismála). ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:06