Hoppa yfir valmynd

Brunavarnaráætlun

Málsnúmer 2105056

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. maí 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagt fyrir erindi Tálknafjarðarhrepps frá 569. fundi sveitarstjórnar þar sem því er beint til samráðsnefndar að sveitarfélögin fjalli um brunavarnaráætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhepps og móti sameiginlega stefnu í brunavarnarmálum.

Samráðsnefnd felur bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps að vinna tillögur að því hvernig hægt væri reka sameiginlegt slökkvilið með skilvirkari hætti og leggja fyrir á næsta fundi samráðsnefndar.