Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #60

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 27. maí 2021 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Ásgeir Sveinsson boðaði forföll

Almenn mál

1. Slökkvilið og sjúkraflutningar

Lögð fram skýrsla Ráðríkrár dags. 27.11.2020 þar sem tekin var út möglulegur samrekstru slökkviliða og sjúkraflutninga á sunnanverðum Vestfjörðurðum. Skýrslan var unnin að beiðni Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Skýrslan hefur verið kynnt bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúum.

Samráðsnefnd leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps að að ekki verði farið í sameiningu slökkviliðs og sjúkraflutninga að svo stöddu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Brunavarnaráætlun

Lagt fyrir erindi Tálknafjarðarhrepps frá 569. fundi sveitarstjórnar þar sem því er beint til samráðsnefndar að sveitarfélögin fjalli um brunavarnaráætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhepps og móti sameiginlega stefnu í brunavarnarmálum.

Samráðsnefnd felur bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps að vinna tillögur að því hvernig hægt væri reka sameiginlegt slökkvilið með skilvirkari hætti og leggja fyrir á næsta fundi samráðsnefndar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Vatneyrarbúð, Patreksfirði

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir framkvæmdir við Vatneyrarbúð á Patreksfirði og hugmyndir um að safnstjóri Minjasafnsins að Hnjóti verði með skrifstofuaðstöðu í Vatneyrarbúð þegar framkvæmdum líkur.

Samráðsnefnd fagnar því að framkvæmdum við Vatneyrarbúð séu vel á veg komnar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

4. Starfsmannamál Minjasafns Egils Ólafssonar

Lagt fyrir til kynningar minnisblað dags. 28.01.2021, unnið af Ólafi Þór Ólafssyni um starfsmannmál Minasafnsins að Hnjóti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Boðun á 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga 2. júní 2021

Lagt fram til kynningar boðun á 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga, 2. júní 2021 sem fram fer í Bjarkalundi, Reykhólahreppi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum

Lagt fyrir til kynningar minnisblað dags. 9.mars 2021, unnið af Ólafi Þór Ólafssyni, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps þar sem farið er yfir aðkomu sveitarfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum við vinnu við strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum. Lilja Magnúsdóttir sem setið hefur í svæðisráði um strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum fyrir sunnanverða Vestfirði fór yfir vinnuna með nefndinni.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Lögð fyrir til kynningar starfsauglýsing fyrir starf íþrótta- og tómasundarfulltrúa sem er sameiginlegur starfsmaður Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps og Hérðassambandsins Hrafnaflóka.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:03