Hoppa yfir valmynd

Viðbætur í áfangastaðaáætlun Vestfjarða 2020

Málsnúmer 2107029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. september 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Þann 5. júlí 2021 óskaði Vestfjarðastofa eftir athugasemdum varðandi viðbót við áfangastaðaáætlun en á fundi Vestfjarðastofu og bæjar- og sveitarstjóra á Vestfjörðum var farið yfir verkefnið "Varða". Varða er samstarfsverkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- eða heimsvísu. Ráðið tekur jákvætt í viðbótina og fagnar því að áfangastaðaáætlun sé lifandi plagg.