Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. september 2021 og hófst hann kl. 18:00
Nefndarmenn
- Óskar Leifur Arnarsson (ÓLA) varamaður
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
- Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
Starfsmenn
- Guðríður Hlín Helgudóttir (GHH) menningar- og ferðamálafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Guðríður Hlín Helgudóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi
Almenn mál
1. Ósk um fjárstuðning við verkefnið Tekist á við torfærur
Þann 19. maí 2021 barst Bæjarstjórn Vesturbyggðar erindi frá Bókstaf ehf. varðandi styrk að upphæð 1.000.000 fyrir útgáfu á sögu vegagerðar í vesturhluta Barðarstrandarsýslu. Ráðið tekur jákvætt í erindið og vonar að verkefnið gangi vel og vísar málinu áfram til bæjarráðs
2. Upplýsingastefna Vesturbyggðar 2021
Lögð fram til umjöllunar drög að upplýsingarstefnu Vesturbyggðar 2021 en henni var vísað til nefnda af bæjarráði. Ráðið fagnar gerð upplýsingastefnunnar og hefur engu við að bæta.
3. Viðbætur í áfangastaðaáætlun Vestfjarða 2020
Þann 5. júlí 2021 óskaði Vestfjarðastofa eftir athugasemdum varðandi viðbót við áfangastaðaáætlun en á fundi Vestfjarðastofu og bæjar- og sveitarstjóra á Vestfjörðum var farið yfir verkefnið "Varða". Varða er samstarfsverkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- eða heimsvísu. Ráðið tekur jákvætt í viðbótina og fagnar því að áfangastaðaáætlun sé lifandi plagg.
4. 20 ára afmælishátíð - Fiskimenn við Ísland
Erindi dags. 3. febrúar 2021 frá Maríu Óskarsdóttur varðandi 20 ára afmælishátíð minnismerkisins um frönsku fiskimennina sem verður 2022 en sami listamaður hefur hug á að koma aftur til Patreksfjarðar og halda daginn hátíðlegan með því að mögulega gera fleiri verk. Ráðið tekur vel í erindið og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að vinna málið áfram.
5. Styrkir Menningar-og ferðamálaráðs
Ráðið fór yfir breytingar á úthlutunarreglum styrkja menningar- og ferðamálaráðs. Þær breytingar sem samþykktar voru eru:
- Í 4. grein er bætt við "Í umsókn skal þess getið um hvaða styrki aðra hefur sótt vegna verkefnis, eða ráðgert er að sækja um, á þeim tímapunkti sem umsóknin er gerð. Úthlutunarnefndin lítur það jákvæðum augum að verkefni hljóti einnig styrkveitingu annarstaðar frá."
- Grein 8 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Styrkhæfur kostnaður: Styrkir Menningar- og ferðamálaráðs Vesturbyggðar taka til fjármögnunar styrkhæfs kostnaðar í verkefninu. Eftirfarandi atriði eru til leiðbeiningar um hvað telst til styrkhæfs kostnaðar:
a. Laun: Launakostnaður miðist við útborguð laun að viðbættum launatengdum gjöldum. Ekki er heimilt að nota útseldan taxta til útreiknings launa, nema í aðkeyptri þjónustu sjá e. lið.
b. Vinnuframlag styrkþega og samstarfsaðila: Þrátt fyrir lið a) skal reikna launaða eða ólaunaða vinnu að hámarki á 4.000 kr./klst.
c. Ferðakostnaður: Leitast skal við að velja hagkvæmasta ferðamáta hverju sinni.
d. Aðföng: Gera skal grein fyrir þeim aðföngum sem þarf til verkefnisins, s.s. efni, áhöld og tæki. Heimilt er að kaupa sérhæfð tæki sem nauðsynleg eru fyrir framgang verkefnisins. Reikna má allt að 25% af kaupverði þeirra í kostnaðaráætlun í umsókn.
e. Aðkeypt þjónusta: Gera þarf grein fyrir aðkeyptri þjónustu í umsókn.
- Grein 9 var bætt við en hún er svohljóðandi:
Sá kostnaður sem fallið hefur til nú þegar, vegna þess verkefnis sem sótt er um, er ekki styrkhæfur.
- Grein 8 verður að grein 10 en við hana er einnig bætt að umsækjendur skuli gera grein fyrir hvernig styrkurinn var nýttur ef umsækjandi hefur áður fengið úthlutaðan styrk til sama verkefnis
- Grein 11 er bætt við en hún er svohljóðandi:
Styrkþegi skal geta þess í kynningu sinni á verkefninu, þar með töldum í fréttatilkynningu, í viðtölum, á prentefni og á samfélagsmiðlum eins og mögulegt er, að verkefnið sé styrkt af sjóðnum, auk þess að hafa kennimerki Vesturbyggðar sýnilegt þar sem það á við
6. Markaðssetning Vesturbyggðar
Ráðið telur tímabært að uppfæra ímyndunarbækling ásamt því að senda fulltrúa á ferðastefnur. Einnig ræddi ráðið um efni til að deila á samfélagsmiðlum. Samþykkt að þetta yrði áfram í skoðun.
7. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2021
Ráðið fór yfir möguleg verkefni sem Vesturbyggð mun sækja um styrki fyrir í Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða.
Þau verkefni sem ákveðið var að sótt yrði um fyrir eru eftirfarandi:
- Sundlaugin Krossholtum / Laugarnesi. Sótt verður um styrk fyrir byggingu á aðstöðu fyrir sundlaugargesti
- Kolabryggja. Sótt verður um styrk fyrir hönnun á skemmtibryggju á svipuðum slóðum og gamla kolabryggjan stóð ásamt því að skapa aðstöðu fyrir sjótengda útivist.
- Bryggjuhverfi á Bíldudal. Sótt er um styrk fyrir frumhönnun og skipulagi við bæjarmynd Bíldudals við Hafnarbraut ásamt því að greina þau tækifæri og þá starfsemi sem unnt er að byggja upp á svæði við hlið Bíldudalshafnar. Gert er ráð fyrir að til verði einstök götumynd
gamalla húsa og hafnarsvæði sem muni auka afþreyingu og þjónustu. Hluti verkefnisins felst einnig í því að frumhanna og tengja við hið nýja svæði sundlaug og sjósundaðstöðu.
- Merkingar á höfninni á Patreksfirði. Sótt verður um styrk fyrir hönnun, gerð og uppsetningu upplýsingarskilta á höfninni á Patreksfirði. Skiltin munu þannig leiðbeina gestum skemmtiferðaskipa um svæðið og þannig auka jákvæða upplifun þeirra af svæðinu ásamt því að tryggja öryggi varðandi vinnusvæðið sem höfnin er.
- Uppbygging húss Gísla á Uppsölum. Sótt er um styrk fyrir uppbyggingu á Uppsölum til að fólk geti heimsótt bæinn.
- Garðar BA. Sótt er um styrk til gerðar á deiliskipulagi varðandi svæðið í kringum Garðar BA sem stendur í Skápadal, Patreksfirði.
8. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2021
Styrkbeiðni barst frá Þjóðleikhúsinu varðandi sýningu fyrir efsta stig grunnskólanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 30.000 krónur.
Styrkbeiðni barst frá Café Dunhaga varðandi menningarhátíð sem haldin verður 2022. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 100.000.
Gauja Hlín vék af fundi
Styrkbeiðni barst frá foreldrafélagi barna í Bíldudalsskóla fyrir menningarferðum barnanna. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 100.000
Gauja Hlín kom aftur inná fund
Styrkbeiðni barst frá Fríðu Ísberg varðandi námskeið í skapandi skrifum og Höfundakvöld á Flak. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 100.000
Styrkbeiðni barst frá Tómasi Ævari Ólafssyni varðandi námskeið í skapandi skrifum og Höfundakvöld á Flak. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 100.000
9. Menningar- og ferðamálaráð
Ráðið samþykkir að nýta nýja aðstöðu í Muggsstofu á Bíldudal og halda nefndarfundi til skiptis á Patreksfirði og á Bíldudal, eftir því sem hentar. Ráðið ákvað einnig að hafa tímasetninguna fundana hreyfanlegri.
10. Önnur mál á fundum Menningar- og ferðamálaráðs
Ráðið telur að gagnasöfnun fyrir Vestfirðina almennt megi vinna betur þegar kemur að tölulegum gögnum en þau eru ávallt samtala fyrir Vesturland og Vestfirði og skorar á Hagstofuna að skoða slíka skiptingu enda skipta þessi gögn miklu máli fyrir starfsemi á svæðini.
Ráðið skorar á Umhverfisstofnuna að lengja opnunartíma salerna á Brunnum hjá Látrabjargi þar sem enn er mikið um gesti á svæðinu á haustin.
Mál til kynningar
11. Tjaldsvæði í Vesturbyggð
Ráðið ræddi um liðið sumar varðandi tjaldsvæðin í Vesturbyggð en þörf er á uppbyggingu á aðstöðu hvað varðar tjaldsvæðið á Patreksfirði.
12. Rafhlaupahjól í Vesturbyggð
Vorið 2021 leitað menningar- og ferðamálafulltrúi til Hopp varðandi rafhlaupahjól í Vesturbyggð. Engin hjól voru til fyrir sumarið og því ákveðið að bíða og sjá. Í ágúst 2021 komust á samningar með Vesturbyggð og Hopp en Hopp mun koma með rafhlaupahjól í Vesturbyggð í byrjun vors 2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00