Hoppa yfir valmynd

Dufansdalur-Efri, umsókn um samþykki byggingaráforma.

Málsnúmer 2110021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. október 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Þórani K. Ólafssyni og Arnhildi Á. Kolbeins, dags. 06.10.2021. Í erindinu er sótt um samþykki fyrir byggingaráformum fyrir einbýlishúsi að Dufansdal-Efri, 466 Vesturbyggð. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Faglausn ehf, dags. 01.10.2021

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs. Byggingarfulltrúa falið að kalla eftir umsögn Veðurstofu Íslands.