Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #89

Fundur haldinn í fjarfundi, 14. október 2021 og hófst hann kl. 16:15

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Umsókn um merkingar á skiltum og ósk um meðmæli

Erindi frá Cycling Westfjords, dags. 28.09.2021. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að merkja stikur og staura í Vesturbyggð.

Cycling Westfjords er nýtt verkefni sem fer af stað á næsta ári eða sumarið 2022. Verkefnið snýst um að búa til áskoranir fyrir reiðhjólaferðamenn þar sem þeir velja sér eina af miskrefjandi hjólaleiðum, en búið er að teikna upp þrjár slíkar leiðir með útúrdúrum, samhliða Vestfjarðarleiðinni. Þátttakendur í verkefninu eru leiddir áfram eftir fyrirframákveðnum leiðum, með táknum sem fest er á staura eða stikur á vegum meðfram Vestfjarðarleiðinni. Bæði meðfram þjóðvegum en einnig aflögðum vegum innan Vestfjarðarfjórðungs. Á leiðinni taka þeir myndir á fyrirfram ákveðnum stöðum til sönnunnar því að þeir hafi farið þá leið. Stikur og staurar verða merkt með táknum sem vísa á leiðir og myndastaði.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, merkingar í og við þéttbýli skulu gerðar og staðsettar í samráði við sveitarfélagið. merkingar utan þettbýlis skulu gerðar í samráði við Vegagerðina.

    Málsnúmer 2109053

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Dufansdalur-Efri, umsókn um samþykki byggingaráforma.

    Erindi frá Þórani K. Ólafssyni og Arnhildi Á. Kolbeins, dags. 06.10.2021. Í erindinu er sótt um samþykki fyrir byggingaráformum fyrir einbýlishúsi að Dufansdal-Efri, 466 Vesturbyggð. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Faglausn ehf, dags. 01.10.2021

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs. Byggingarfulltrúa falið að kalla eftir umsögn Veðurstofu Íslands.

      Málsnúmer 2110021

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Neðri Rauðsdalur II, umsókn um samþykki byggingaráforma.

      Erindi frá Svanhildi B. Gísladóttur, dags. 05.10.2021. Í erindinu er sótt um samþykki fyrir byggingaráformum fyrir einbýlishúsi að Neðri-Rauðsdal II, 451 Vesturbyggð. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Yngva Ragnari Kristjánssyni, dags. 03.08.2021

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.

        Málsnúmer 2110020

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Sigurðarbúð, umsókn um stöðuleyfi.

        Erindi frá Björgunarsveitinni Blakk, Patreksfirði dags. 13.10.2021. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 40feta gám við húsnæði félagsins að Oddagötu, Patreksfirði. Gámurinn er ætlaður undir móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir. Erindinu fylgir teikning er sýnir staðsetningu gámsins.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða.

          Málsnúmer 2110017

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Járnhóll, Bíldudal. Deiliskipulagsbreyting.

          Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal, dagsett 27.09.2021. Breytingin snýr að stækkun svæðisins niður að Bíldudalsvegi þar sem bætt er við átta lóðum. Gerðar eru einnig breytingar á lóðum 10-16 þar sem þær eru stækkaðar og bætt er við aðkomuvegi að lóð 14. Tillagan er í samræmi við afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í endurskoðuðu aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Málsnúmer 2110022 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Breyting á Aðalskipulagi ísafjarðarbæjar 2008-2020. Kynning á skipulagslýsingu -landfylling á Eyrinni, Ísafirði

            Tekið fyrir erindi frá Ísafjarðarbæ, dagsett 11. okktóber 2021 þar sem óskað er umsagnar um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

            Fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingarnar gera ráð fyrir nýrri landfyllingu norðan Fjarðarstrætis á Skutulsfjarðareyri. Megin hluti landfyllingarinnar verður skilgreindur sem íbúðarbyggð en einnig verða í skipulagsvinnunni skoðaðir möguleikar á að hafa þar skólabyggingu og minni háttar þjónustu.

            Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu.

              Málsnúmer 2110016 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.

              Tekin fyrir lýsing á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Hóls við Bíldudal, dagsett 22.09.2021.

              Skipulagssvæðið er alls 5,2 ha og er gert ráð fyrir allt að 60 íbúðum með blönduðum húsagerðum. Lágreist byggð rað-, par- og einbýlishúsa með aðkomu frá Bíldudalsvegi. Tillagan er í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035.

              Skipulags- og umhverfisráð leggur til að íþróttasvæðið við Völuvöll verði innan deiliskipualgssvæðisins. Skipulagslýsingin er að öðru leyti samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

                Málsnúmer 2110023 13

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Fjárhagsáætlun 2022-2025

                Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að senda áherslur ráðsins til sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs.

                  Málsnúmer 2106009 13

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  9. gangbrautarljós yfir Strandgötu við Björgin Aðalstræti

                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar. Í tölvupóstinum eru kynnt áform um gangbrautarljós sem setja á upp á gatnamótum Aðalstrætis og Strandgötu við Björgin. Gangbrautarljósin verða útbúin þannig að það verður á þeim radarstýring þannig að ef umferð ekur á löglegum hraða verður ljósið grænt á umferð nema ýtt sé á stoppljós af gangandi vegfarenda, ef hins vega farartæki er á of miklum hraða fer ljósið sjálfkrafa á rautt sem hægja mun þá á umferð. Tölvupóstinum fylgja teikningar er sýna stðasetningu og virkni gangbrautarljósanna.

                    Málsnúmer 2110007

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05