Hoppa yfir valmynd

Lyfta í Ráðhús umsókn um framlag úr Jöfnunarsjóði

Málsnúmer 2110046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. desember 2021 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 13. desember 2021 vegna umsóknar Vesturbyggðar um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þar sem sótt var um framlag til framkvæmda við uppsetningu á lyftu í ráðhúsi Vesturbyggðar. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar eru 5,8 millj. kr. og veittur var styrkur að fjárhæð 2,9 millj. kr.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að uppfæra kostnaðaráætlun með tilliti til styrksins og leggja fyrir ráðið.
12. janúar 2022 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 27.12.2021 þar sem tekinn er saman uppfærður kostnaður vegna lyftu í Aðalstræti 75, Ráðhús Vesturbyggðarí samræmi við beiðni bæjarráðs Vesturbyggðar á 933. fundi ráðsins. Sótt var um styrk í verkefnið frá jöfnunarsjóði og fékkst styrkur í verkefnið uppá 2,9 milljónir. Eftir standa því 3,3 milljónir sem er þá hlutur Vesturbyggðar.
Uppsetning lyftu í Ráðhús Vesturbyggðar er liður í því að bæta úr aðgengismálum að byggingum í eigu sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra og leggja fyrir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 þar sem gert er ráð fyrir að fara í verkefnið á árinu.