Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #934

Fundur haldinn í fjarfundi, 12. janúar 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Sameiginlegt útboð á slökkvibílum fyrir sveitarfélög Íslands

Slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn og fór yfir tæknilýsingu fyrir nýjum slökkviliðsbíl á Bíldudal.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í sameignlegu útboði Ríkiskaupa fyrir slökkvibifreið á Bíldudal sem er í samræmi við fjárhagsáætlun 2022 og vísar málinu áfram til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar

Farið yfir helstu upplýsingar sem komu fram á fundi bæjarráðs með Vegagerðinni 11. janúar sl. vegna vetrarþjónustu. Á fundinum voru ræddar ábendingar vegna vetrarþjónustu, opnun vega, vetrarþjónustutíma og hálkuvarnir. Einnig var rætt um Bíldudalsveg af Dynjandisheiði og að Bíldudalsflugvelli og ítrekaði sveitarfélagið mikilvægi þess að aukin vetrarþjónusta verði á þeim vegkafla. Þá var rætt um útbúnað bifreiða og ábyrgð ökumanna við vetrarakstur á sunnanverðum Vestfjörðum. Einnig var rætt um snjóeftirlitsmenn, þar sem helmingamokstur Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins stendur til boða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða

Lagt fyrir minnisblað bæjarstjóra Vesturbyggðar þar sem fram kemur beiðni af hálfu forsvarsmanna Strýtuholts ehf. um að lengja fresti sem tilgreindir eru í samningi sem undirritaður var í nóvember 2020 um land undir frístundabyggð við Tagl úr landi Vesturbyggðar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leggja viðauka við samninginn fyrir bæjarstjórn Vesturbyggðar.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Ungmennaráð Vesturbyggðar

Lagt fyrir minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Vesturbyggðar þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum á aldrinum 13-25 til þess að bjóða sig fram og starfa í Ungmennaráði Vesturbyggðar.
Ekki hefur náðst að skipa í Ungmennaráð í langan tíma og því lagt til að farin verði sú leið að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum.

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir einstaklingum sem áhuga hafa á því að starfa í Ungmennaráði.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Lyfta í Ráðhús umsókn um framlag úr Jöfnunarsjóði

Lagt fyrir minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 27.12.2021 þar sem tekinn er saman uppfærður kostnaður vegna lyftu í Aðalstræti 75, Ráðhús Vesturbyggðarí samræmi við beiðni bæjarráðs Vesturbyggðar á 933. fundi ráðsins. Sótt var um styrk í verkefnið frá jöfnunarsjóði og fékkst styrkur í verkefnið uppá 2,9 milljónir. Eftir standa því 3,3 milljónir sem er þá hlutur Vesturbyggðar.
Uppsetning lyftu í Ráðhús Vesturbyggðar er liður í því að bæta úr aðgengismálum að byggingum í eigu sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra og leggja fyrir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 þar sem gert er ráð fyrir að fara í verkefnið á árinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Hleðslustöðvar á Vestfjörðum

Lagt fyrir ódags. erindi Bláma þar sem boðnar eru til uppsetningar 22 Kw Tesla hleðslustöðvar til Vesturbyggð, stöðvarnar nýtast öllum rafbílum. Tesla leggur til þrjár hleðslustöðvar sem staðsettar verða á Aðalstræti 1 Patreksfirði, Dalbraut 1 á Bíldudal og við Byltu á Bíldudal. Vesturbyggð sér um uppsetningu og rekstur stöðvanna.

Bæjarráð þiggur stöðvarnar með þökkum og hrósar Bláma fyrir frumkvæðið að milligöngunni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Lántökur ársins 2022

Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2022 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 250 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2022 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2022 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2022 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð samþykkir lántökuna og vísar áfram til Bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011- ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 5. janúar 2022, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20