Hoppa yfir valmynd

Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 2205045

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júní 2022 – Bæjarstjórn

Forseti leggur fram tillögu um að núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, Rebekka Hilmarsdóttir starfi áfram þar til gengið hefur verið frá ráðningu bæjarstjóra. Bæjarstjórn felur bæjarráði umboð til að ganga frá ráðningu bæjarstjóra og staðfesta ráðningasamning í samræmi við 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 558/2022.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða.




4. ágúst 2022 – Bæjarráð

Tekin fyrir ráðning bæjarstjóra Vesturbyggðar. Fyrir liggja drög að ráðningarsamningi.

Bæjarráð samþykkir að ráða Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar og felur forseta bæjarstjórnar að ganga frá og skrifa undir ráðningarsamninginn.

Ráðningasamningi vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð Vesturbyggðar þakkar Rebekku Hilmarsdóttur fráfarandi bæjarstjóra Vesturbyggðar fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýjum verkefnum í framtíðinni.




17. ágúst 2022 – Bæjarstjórn

Ráðningasamningur við bæjarstjóra Þórdísi Sif Sigurðardóttur lagður fram til samþykktar. Ráðningin var tekin fyrir á 944. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar þar sem samþykkt var að ráða Þórdís Sif sem bæjarstjóra Vesturbyggðar.

Til máls tók: Forseti

Ráðningasamningurinn er samþykktur samhljóða.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar býður Þórdísi Sif Sigurðardóttur velkomna til starfa.