Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #373

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. ágúst 2022 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
 • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
 • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
 • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
 • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) staðgengill bæjarstjóra

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir staðgengill bæjarstjóra

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 373. fundar miðvikudaginn 17. ágúst kl. 17:00 eftir sumarfrí bæjarstjórnar. Fundurinn fór fram í Brellum, fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Patreksfirði. Jón Árnason forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Seinna tilboð í slökkvibíl fyrir Bíldudal

Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 10. ágúst 2022 vegna útboðs á slökkviliðsbíl fyrir slökkviliðið á Bíldudal. Fimm tilboð bárust og var lægstbjóðandi Moto Truck og var tilboðið 14% yfir kostnaðaráætlun.

Lagt er til í minnisblaðinu að tilboðinu verði tekið.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að taka tilboði Moto Truck í nýjan slökkvibíl fyrir slökkviliðið á Bíldudal.

  Málsnúmer 2208009

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Ráðning bæjarstjóra

  Ráðningasamningur við bæjarstjóra Þórdísi Sif Sigurðardóttur lagður fram til samþykktar. Ráðningin var tekin fyrir á 944. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar þar sem samþykkt var að ráða Þórdís Sif sem bæjarstjóra Vesturbyggðar.

  Til máls tók: Forseti

  Ráðningasamningurinn er samþykktur samhljóða.

  Bæjarstjórn Vesturbyggðar býður Þórdísi Sif Sigurðardóttur velkomna til starfa.

   Málsnúmer 2205045 3

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Ráðning leikskólastjóra við Araklett á Patreksfirði

   Lögð fram bókun fræðslu- og æskulýðsráðs frá 79. fundi ráðsins 9. ágúst sl. þar sem lagt er til að Bergdís Þrastardóttir verði ráðin í starf leikskólastjóra leikskólans Arakletts á Patreksfirði.

   Til máls tók: Forseti

   Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að ráða Bergdísi Þrastardóttur sem leikskólastjóra leikskólans Arakletts og felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi við Bergdísi.

   Bæjarstjórn Vesturbyggðar býður Bergdísi Þrastardóttur velkomna til starfa.

    Málsnúmer 2208001 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Móberg, Rauðasandi - Endurheimt votlendis, framkvæmdaleyfi.

    Erindi frá Votlendissjóði, dags. 10. ágúst. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi að beiðni eigenda fyrir endurheimt votlendis á um 55ha svæði á jörðinni Móberg, Rauðasandi. Áætlaður framkvæmdatími er ágúst og september 2022.

    Landgræðslan hefur mælt losun svæðisins og staðfest. Starfsmenn hennar stýra verkinu sem verður unnið af verktakanum Þotunni frá Bolungavík og undirverktaka hennar frá Tálknafirði.

    Samkvæmt umsókninni hefur enginn búskapur verið stundaður á Móbergi síðan 1995. Á fyrirhuguðu endurheimtasvæði er lítill landhalli. Engar minjar eru skráðar á jörðinni (kortavefur Minjastofnunar Íslands). Syðst á svæðinu er einn raflínustaur, endurheimtin mun ekki hafa áhrif á línuna eða framtíðar áform er línan verður lögð í jörðu. Erindinu fylgir yfirlitsmynd af landinu, samantekt frá RFK ráðgjöf dags. 11.02.2022 ásamt kynningarriti Skipulagsstofnunar um Endurheimt votlendis.

    Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 97. fundi sínum þar sem samþykkt var að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar. Ráðið leggur til við framkvæmdaraðila að framkvæmdin verði þannig útfærð að ekki myndist slysagildrur fyrir dýr og menn.

    Til máls tók: Forseti

    Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar.

     Málsnúmer 2208010 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Brjánslækjarhöfn. Framkvæmdarleyfi, grjótgarður.

     Tekið fyrir erindi frá Hafnasjóð Vesturbyggðar, dags. 12. Ágúst 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á nýjum grjótgarði fyrir smábátahöfn í Brjánslækjarhöfn. Útlögn á grjóti og kjarna úr námu og af lager samtals um 27.300m3, upppúrtekt og endurröðun um 1.200m3. Sprengt verður fyrir um 10.000m3 af grjóti úr námu E2, um 10.000m3 af malarefni verður fengið úr námu E3. Áætluð verklok eru 31. desember 2022.

     Erindinu fylgir yfirlitsmynd sem sýnir hafnarsvæðið og garðinn. Leyfisbréf frá Umhverfisstofnun dags. 10. júní fyrir varpi í hafið. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 1. febrúar 2022, þar sem niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þá fylgir erindinu samþykki Ríkiseigna fyrir framkvæmdunum.

     Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 97. fundi sínum þar sem samþykkt var að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um samþykki ábúenda.

     Til máls tók: Forseti

     Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um samþykki ábúenda.

      Málsnúmer 2208013 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerð

      6. Bæjarráð - 941

      Lögð fram til kynningar fundargerð 941. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 15. júní 2022. Fundargerðin er í 30 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2206001F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      7. Bæjarráð - 942

      Lögð fram til kynningar fundargerð 942. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 28. júní 2022. Fundargerðin er í 14 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2206004F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      8. Bæjarráð - 943

      Lögð fram til kynningar fundargerð 943. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 14. júlí 2022. Fundargerðin er í 23 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2207003F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      9. Bæjarráð - 944

      Lögð fram til kynningar fundargerð 944. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 4. ágúst 2022. Fundargerðin er í 5 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2207006F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      10. Skipulags og umhverfisráð - 96

      Lögð fram til kynningar fundargerð 96. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 11. júlí 2022. Fundargerðin er í 17 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2207001F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      11. Hafna- og atvinnumálaráð - 40


      12. Fasteignir Vesturbyggðar - 79

      Lögð fram til kynningar fundargerð 79. fundar fasteigna Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 20. júlí 2022. Fundargerðin er í 1 lið.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2207004F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      13. Fræðslu- og æskulýðsráð - 79

      Lögð fram til kynningar fundargerð 79. fundar fræðsluráðs, fundurinn var haldinn 9. ágúst 2022. Fundargerðin er í 2 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2208001F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      14. Skipulags og umhverfisráð - 97

      Lögð fram til kynningar fundargerð 97. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 15. ágúst 2022. Fundargerðin er í 6 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2208002F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      15. Hafna- og atvinnumálaráð - 41

      Lögð fram til kynningar fundargerð 41. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 15. ágúst 2022. Fundargerðin er í 2 liðum.

      Til máls tók: Forseti

      Málsnúmer 2207005F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:36