Hoppa yfir valmynd

Umsókn um breytingu á sumarhúsi í íbúðarhúsnæði

Málsnúmer 2205061

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá LOGOS lögmannsþjónustu f.h. Péturs Kristins Arasonar, dags. 30.05.2022. Í erindinu er óskað eftir breyttri skráningu á fasteigninni Hól Lóð 2, F2124699. Óskað er eftir að skráningu hússins verði breytt úr sumarhúsi í íbúðarhúsnæði vegna fyrirhugaðrar lögheimilisbreytingar í Þjóðskrá skv. erindinu.

Erindinu fylgja myndir og uppdrættir af húsinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um uppfærðar teikningar af húsinu.