Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #96

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. júlí 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) formaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi er viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Ketildalir, Arnarfirði. Framkvæmdaleyfi ljósleiðari og rafmagn.

Erindi frá Vesturbyggð, dags 8.júlí 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafmagns í Ketildölum, Arnarfirði. Erindinu fylgir samþykki landeiganda í Hringsdal og Hvestu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Minjavarðar liggur fyrir sem og samþykki Vegagerðarinnar og landeigenda Grænuhlíðar. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Skipulags- og umhverfisráð kallar eftir hnitsetningu á lagnaleiðinni þegar verkinu er lokið.

    Málsnúmer 2207019 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Aðalstræti 9 - umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings

    Erindi frá Óskari H. Gíslasyni og Fanney S. Gísladóttur, dags. 5. maí 2022. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Aðalstræti 9, Patreksfirði þar sem lóðarmörkum er breytt á milli Aðalstrætis 7 og 9, ný lóðarmörk eru 1,35m frá húsvegg Aðalstrætis 7. Erindinu fylgir undirritað samkomulag milli lóðarhafa.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt.

      Málsnúmer 2205025 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Aðalstræti 7 - umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings

      Erindi frá Helga P. Pálmasyni og Sólveigu Á. Ísafoldardóttur, dags. 6. maí 2022. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Aðalstræti 7, Patreksfirði þar sem lóðarmörkum er breytt á milli Aðalstrætis 7 og 9, ný lóðarmörk eru 1,35m frá húsvegg Aðalstrætis 7. Erindinu fylgir undirritað samkomulag milli lóðarhafa.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt.

        Málsnúmer 2205026 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

        Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun með tölvupósti dagsettum 15. júní 2022 þar sem tilkynnt er um að hafin er kynning á Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða. Kynningin og umsagnartímabil mun standa til 15. september nk.

        Samþykkt samhljóða að fresta málinu til næsta fundar skipulags- og umhverfisráðs en að tillagan verði send til hafnar- og atvinnumálaráðs og menningar- og ferðamálaráðs til umsagnar.

        Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir að haldinn verði fundur með fulltrúa sunnanverðra vestfjarða í svæðisráðinu.

          Málsnúmer 2203081 12

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Dalbraut 1 - umsókn um byggingarleyfi

          Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi.

          Tekin fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Dalbraut 1 á Bíldudal. Áformin voru grenndarkynnt frá 10. maí til 10. júní 2022 með auglýsingu á heimasíðu Vesturbyggðar sem og send sérstaklega til lóðarhafa við Tjarnarbraut 2, Dalbraut 4 og 7, Hafnarbraut 6 og 8 og Smiðjustíg 1.

          Grenndarkynning hefur farið fram skv. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að veita byggingarheimild án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga.

          Friðbjörg Matthíasdóttir kom aftur inn á fundinn.

            Málsnúmer 2205024 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði

            Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en fyrir liggur umsögn frá Minjastofnun Íslands en tillagan var send til umsagnar til Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestjfarða og Veðurstofu Íslands.

            Skiplags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að lóðin að Bjarkargötu 9 verði felld út af skipulaginu, með það í huga að sú lóð verði nýtt undir lítið fjölbýli, að öðru leyti leggur ráðið til að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Málsnúmer 2204024 6

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Breyting á deiliskipulag ofanflóðagarða ofan Urða og Mýra á Patreksfirði og byggðar neðan þeirra

              Tekin fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi ofanflóðavarnargarða eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2022. Engar athugasemdir bárust.

              Grenndarkynning hefur farið fram skv. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga.
              Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna og óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

                Málsnúmer 2201015 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal

                Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Ein athugasemd barst frá Rækjuveri á auglýsingatíma og fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni en tillagan var send til umsagnar til Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

                Í athugasemd Rækjuvers ehf. er farið fram á að Vesturbyggð felli niður tillögu um lóðirnar Strandgötu 14A og 14B, og ennfremur tillögu um stækkun lóðarinnar Strandgötu 10-12 í átt að verksmiðjuhúsi Rækjuvers og að lóðarmörkum Strandgötu 14A. Ennfremur verði fallið frá götulagningu nánast upp að vegg verksmiðjuhúss Rækjuvers sjávarmegin.
                Farið er fram á, að sjávarmegin við verksmiðjuhúsið verði a.m.k. 15-20 m. breitt athafnasvæði.

                Í skipulaginu er ekki verið að stækka lóðina að Strandgötu 10-12 í átt að Rækjuver heldur er verið að minnka lóðina í átt að Rækjuver og stofna tvær nýjar lóðir, Strandgötu 14A og 14B á því svæði sem áður tilheyrði Strandgötu 10-12. Lóðarmörk húss Rækjuvers ehf. sjávarmegin að Strandgötu eru við vegg hússins. Ráðið getur ekki fallist á að útbúa plan á svæðinu í stað byggingalóða en á landfyllingunni skapast hinsvegar tæplega 2200m2 plan/geymslusvæði.

                Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                  Málsnúmer 2104031 9

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Balar 2 - deiliskipulag

                  Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2, uppdráttur og greinargerð dagsett 22. júní 2022. Skipulagið er unnið af Landhönnun slf.

                  Um er að ræða óbyggða lóð við Bala þar sem gert er ráð fyrir fjölbýli á tveimur hæðum fyrir allt að 15 íbúðir.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna með 4 greiddum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. JG sat hjá við atkvæðagreiðslu og lætur bóka að hún hafi talið æskilegra að deiliskipulagið hafi tekið mið af núverandi fjölbýlishúsi við Bala 4-6 og væri samsíða því húsi, líkt og önnur fjölbýlishús á svæðinu.

                    Málsnúmer 2207003 5

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.

                    Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Hóls, Bíldudal, uppdráttur og greinargerð dagsett 9. júní 2022.

                    Í deiliskipulaginu eru skilgreindar 56 íbúðir, 24 einbýli, 6 parhús, 4 raðhúsum og einu fjölbýli fyrir 6 íbúðir. Gert er ráð fyrir blágrænum ofanvatnslausnum á bæjarlandi en innan lóða er lagt til leysa ofanvatn af þökum eins og hægt er. Fyrir liggur fornleifaskráning fyrir svæðið.

                    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                      Málsnúmer 2110023 13

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Gilsbakki 1. Fyrirspurn bílskúr.

                      Erindi frá Kjartan Thors ehf, dags. 4. júlí. Erindið er í formi fyrirspurnar þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til áforma félagsins um að byggja tvöfaldan bílskúr við Gilsbakka 1 á Bíldudal.

                      Svæðið er ódeiliskipulagt en skv. lóðarleigusamningi frá 1988 er gert ráð fyrir bílskúr við húsið.

                      Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

                        Málsnúmer 2207014

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Aðalstræti 133. Umsókn um lóð.

                        Erindi frá Þormari Jónssyni, dags. 4.júlí 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Aðalstræti 133, Patreksfirði.

                        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

                          Málsnúmer 2207011 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Langholt 3. Umsókn um lóð.

                          Erindi frá Silju B. Ísafoldardóttur og Þórði Sveinssyni, dags. 26.júní 2022. Í erindinu er sótt um smábýlalóðina að Langholti 3, Krossholtum.

                          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt en vekur athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að svæðinu skv. deiliskipulagi.

                            Málsnúmer 2207010 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Urðargata 21 - umsókn um lóð.

                            Erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 23. maí 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21b með það í huga að nýta gamla miðlunartankinn sem er á lóðinni sem undirstöðu.

                            Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

                              Málsnúmer 2206011 6

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Umsókn um breytingu á sumarhúsi í íbúðarhúsnæði

                              Erindi frá LOGOS lögmannsþjónustu f.h. Péturs Kristins Arasonar, dags. 30.05.2022. Í erindinu er óskað eftir breyttri skráningu á fasteigninni Hól Lóð 2, F2124699. Óskað er eftir að skráningu hússins verði breytt úr sumarhúsi í íbúðarhúsnæði vegna fyrirhugaðrar lögheimilisbreytingar í Þjóðskrá skv. erindinu.

                              Erindinu fylgja myndir og uppdrættir af húsinu.

                              Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um uppfærðar teikningar af húsinu.

                                Málsnúmer 2205061

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Strandgata 13. Fyrirspurn varðandi klæðningu

                                Erindi frá eigendum Strandgötu 13, Patreksfirði, dags. 10.maí 2022. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs varðandi það að klæða húsið að Strandgötu 13 með bárujárni.

                                Í deiliskipulagi ofanflóðagarða ofan Urða og Mýra á Patreksfirði og byggðar neðan þeirra er getið á um hverfisvernd húsa. Húsið að Strandgötu 13 er flokkað með hátt varðveislugildi í skipulaginu og þar segir eftirfarandi um húsið:

                                Strandgata 11-17: Samsvarandi hús sem hönnuð voru af smiðum á staðnum, steinsteypuöld gengin í garð og funkisinn rétt handan við hornið. Samhengið við hin húsin eykur varðveislugildi.

                                Þá segir einnig í sama kafla skipulagsins að endurbætur á húsum og mannvirkjum skuli færa þau nær upphaflegri gerð.

                                Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum um útlit hússins.

                                  Málsnúmer 2205033 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Til kynningar

                                  17. Breyting á Aðalskipulagi ísafjarðarbæjar 2008-2020. Kynning á skipulagslýsingu -landfylling á Eyrinni, Ísafirði

                                  Tekið fyrir erindi frá Ísafjarðarbæ með tölvupósti, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar við vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

                                  Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka byggingarland fyrir íbúðir á Ísafirði. Landfyllingin verður norðan Skutulsfjarðareyrar, nánar tiltekið frá Norðurtanga að Eyrargötu 2-4. Fyrirhugað er að nýta efni í landfyllinguna sem fellur til vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði.

                                  Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

                                    Málsnúmer 2110016 3

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50