Hoppa yfir valmynd

Umsagnarbeiðni vegna Mjólkárlínu 2, breyting á aðalskipulagi ísafjarðarbæjar 2008-2020

Málsnúmer 2210025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. október 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Tekin fyrir umsagnarðbeiðni frá Ísafjarðarbæ um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, dagsett 11. október 2022. Breytingin fjallar um Mjólkárlínu 2 á milli Mjólkárvirkjunar og Bíldudals ásamt helgunarsvæðis hennar innan marka Ísafjarðarbæjar. Um er að ræða lagningu nýs 16 km langs 66 kV jarðstreng frá Mjólká að Hrafnseyri og þaðan með sæstreng yfir Arnarfjörð í átt að Bíldudal.
Jarðstrengurinn liggur að mestu leyti samhliða þjóðvegum, þ.e. Vestfjarðavegi nr. 60 frá Mjólká og þaðan að Hrafnseyrarvegi nr. 626 og meðfram Hrafnseyrarvegi að Hrafnseyri.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar leggur til við Ísafjarðarbæ að eldri sæstrengur Orkubús Vestfjarða er liggur utantil við Steinanes verður felldur útaf Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, strengurinn er ónýtur og hefur ekki verið í notkun s.l. ár og stendur til að fjarlægja samhliða lagningu nýs strengs Landsnets. Skipurlags- og umhverfisráð gerir ekki aðrar athugasemdir við breytingartillöguna og felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.