Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #99

Fundur haldinn í fjarfundi, 17. október 2022 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Ósk um leyfi til að setja neyðarskýli á Dynjandisheiði

Erindi frá Cycling Westfjords dags. 13. September, í erindinu er óskað eftir samþykki Vesturbyggðar fyrir því að sett verði upp neyðarskýli fyrir hjólandi ferðamenn á Dynjandisheiði, erindið er í tengslum við styrkumsókn Cycling Westfjords hjá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í hugmyndina, skýlið er byggingarleyfisskylt og þá þarf samþykki landeigenda/vegagerðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Eyrargata 5. Ósk um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Tekin fyrir að nýju umsókn Aðalstrætis 73 ehf um breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar. Óskað er eftir að byggingarreitur við Eyrargötu 5 verði stækkaður um 10m til suðausturs. Eigandi hefur áhuga á því að byggja við húsið. Erindinu var frestað á 97. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar og byggingarreitur Eyrargötu 5 verði stækkaður um 9m til suðausturs, þá eru um 3m að lóðarmörkum.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ósk um nafnabreytingu Seftjörn -Hrófsnes

Erindi frá Einari B. Einarssyni dags. 25. September. Í erindinu er óska ðeftir breyttu heiti á landspildunni Seftjörn-Hrófsnes, L229124. Óskað er eftir að landspildan fái heitið Seftjörn II.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Beiðni um umsögn um umsókn um rannsóknarleyfi á jarðhita á Patreksfirði

Erindi frá Orkustofnun, dags. 3. október. Í erindinu er óskað umsagnar Vesturbyggðar um umsókn Orkubús Vestfjarða vegna rannsóknarleyfis á jarðhita á Patreksfirði.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í áformin og vekur athygli á að borplan og borunin sjálf eru framkvæmdaleyfisskyldar framkvæmdir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Umsagnarbeiðni vegna Mjólkárlínu 2, breyting á aðalskipulagi ísafjarðarbæjar 2008-2020

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Tekin fyrir umsagnarðbeiðni frá Ísafjarðarbæ um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, dagsett 11. október 2022. Breytingin fjallar um Mjólkárlínu 2 á milli Mjólkárvirkjunar og Bíldudals ásamt helgunarsvæðis hennar innan marka Ísafjarðarbæjar. Um er að ræða lagningu nýs 16 km langs 66 kV jarðstreng frá Mjólká að Hrafnseyri og þaðan með sæstreng yfir Arnarfjörð í átt að Bíldudal.
Jarðstrengurinn liggur að mestu leyti samhliða þjóðvegum, þ.e. Vestfjarðavegi nr. 60 frá Mjólká og þaðan að Hrafnseyrarvegi nr. 626 og meðfram Hrafnseyrarvegi að Hrafnseyri.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar leggur til við Ísafjarðarbæ að eldri sæstrengur Orkubús Vestfjarða er liggur utantil við Steinanes verður felldur útaf Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, strengurinn er ónýtur og hefur ekki verið í notkun s.l. ár og stendur til að fjarlægja samhliða lagningu nýs strengs Landsnets. Skipurlags- og umhverfisráð gerir ekki aðrar athugasemdir við breytingartillöguna og felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Frístundabyggð Tagl - Framkvæmdaleyfi.

Lagt fram erindi Valdimars Gunnarssonar, f.h. Strýtuholts, dagsett 6. október 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu á sumarhúsalóðum við Tagl í landi Vesturbyggðar. Meðfylgjandi erindinu er teikning er sýnir framræsluskurð sem þarf að framkvæma til þess að þurrka upp svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Balar 2 - deiliskipulag

Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2. Um er að ræða endurbætta tillögu en á síðasta fundi skipulags- og umhverfisráðs óskaði ráðið eftir að gerðar yrðu lagfæringar á tillögunni áður en hún yrði endanlega samþykkt til afgreiðslu.

Skipulags- og umhverfisráð telur að fullnægjandi lagfæringar hafi verið gerðar á skipulagstillögunni en þær fela í sér að bílastæðum hefur verið fækkað og grænt svæði stækkað á milli Bala 2 og Bala 4 og 6. Ítarlegri skilmálar eru um útlit byggingar s.s. er varða efnisval, uppbrot og svalir.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Dynjandisheiði. Umsókn um stöðuleyfi.

Erindi frá Suðurverk dags. 14. október, í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 3 gámum í námu við Seljadalsvatn á Dynjandisheiði undir kaffiskúr með einu salerni, rotþró, lagergámur og rafstöð. Erindinu fylgir teikning er sýnir staðsetningu gámanna, aðstaðan er í tengslum við vegagerð á Dynjandisheiði sem Suðurverk sér um.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfisumsóknina enda sé staðsetningin innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10