Hoppa yfir valmynd

Brautarholt, Selárdal. Ósk um leiðrétta skráningu.

Málsnúmer 2211010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Félagi um listasafn Samúels, ódags. Í erindinu er óskað eftir leiðréttingu á skráningu íbúðarhúss Samúels í Selárdal. Í umsókn vegna endurbyggingar hússins frá 2013 var sótt um endurbyggingu sumarhúss og hefur sú skráning fylgt húsinu. Í umsókninni kemur fram að um sé að ræða einbýlishús sem hefur verið endurbyggt. Þá er jafnframt óskað eftir því að lóð Brautarholts, verði skráð sem íbúðarhúsalóð.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu og bendir á að svæðið er skilgreint sem svæði undir frístundabyggð í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og gera þyrfti breytingu á því sem og á deiliskipulagi fyrir Selárdal þar sem svæðið er einnig skilgreint sem svæði undir frístundabyggð.