Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #100

Fundur haldinn í fjarfundi, 10. nóvember 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) formaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Móra ehf. Umsókn um stöðuleyfi.

Tekin fyrir umsókn Móru ehf. um stöðuleyfi fyrir gámum við Krossholt-Móru, landnr. 221595. Á 95. fundi skipulags- og umhverfisráðs óskaði skipulags- og umhverfisráð eftir frekari upplýsingum frá umsækjenda um nýtingu gámanna og áform á lóðinni og frestaði málinu. Óskað var eftir upplýsingum um með hvaða hætti ætti að leysa þessa þörf til lengri tíma.

Með tölvupósti dags. 5.11.2022 er sótt um varanlegt leyfi fyrir tveimur gámum á grunni er stendur við Krossholt-Móru, landnr. 221595. Annar gámurinn er ætlaður undir hænur og dúfur og hinn undir dót er tengist Móru ehf. Þá eru áform um að mála gámana svo þeir falli betur inn í umhverfið.

Stöðuleyfi eru einungis gefin út til að hámarki 12 mánaða í senn og eru stöðuleyfi hugsuð sem tímabundnar lausnir. Lóðin sem um ræðir er í eigu sveitarfélagsins og staðsett við þjóðveginn við Krossholt. Þá samræmast áformin ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Skipulags- og umhverfisráð fellst ekki á varanlegt leyfi m.v. lýsingar í framkominni umsókn. Ef ætlunin er að einingarnar standi til frambúðar væri um byggingarleyfisskylda framkvæmd að ræða, með tilheyrandi teikningum og gögnum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Göngustígur milli Aðalstrætis og Strandgötu, Patreksfirði. Framkvæmdaleyfi.

Tekið fyrir erindi Vesturbyggðar, dags. 04.11.2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir nýjum göngustíg á milli Strandgötu og Aðalstrætis á Patreksfirði. Tilgangur með framkvæmdinni er að auðvelda aðgengi frá Strandgötu upp á Aðalstræti.

Skipulags- og umhverfisráð hvetur framkvæmdaraðila til að huga að gangstétt frá Stúkuhúsi meðfram Aðalstræti að enda gangstéttar við Aðalstræti 43 sem og nýrri gangstétt frá Strandgötu 7 að leikskóla/nýrri tengingu að Aðalstræti svo samfella náist fyrir gangandi vegfarendur á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfis nr. 772/2012 en að framkvæmdin verði kynnt fyrir lóðarhöfum Strandgötu 19, Aðalstrætis 41, 43, 45, 47, 49 og 50.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Hjallar 24. Breyttar teikningar.

Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. dags. 5.11.2022. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir breyttu útliti á íbúðarhúsinu að Hjöllum 24, Patreksfirði sem nú er í byggingu. Erindinu fylgja uppfærðir aðaluppdrættir dags. 20.02.2021, breytingar 01.09.2022 og 03.11.2022. Útlitsbreytingin, sem felur í sér að fallið er frá valmaþaki og í stað þess verði einhalla þak, ásamt leiðréttingu á hæðarkóta teikninga.

Breytingin var kynnt fyrir íbúum Hjalla 19, 20, 21, 23, 25 og 26 og Brunna 21, 23 og 25 með athugasemdafrestur til 3.11.22. Athugasemd barst frá eigendum Hjalla 19, dags. 2.11.2022. Samþykki fyrir áformunum barst frá eigendum Brunna 23, dags. 2.11.2022. Þá barst jákvæð umsögn fyrir áformunum frá eigendum Hjalla 21, dags. 7.11.2022 eftir að athugasemdafresti lauk. Í gögnunum var því miður rangur gólfkóti á teikningu sem byggingarfulltrúa yfirsást við yfirferð gagna en afstaða á milli húsa og götu var rétt á sniðmynd.

Í ljósi innkominna athugasemda stöðvaði byggingarfulltrúi framkvæmdir 2.11.2022.

Í eldri gögnum var ósamræmi í hæðarsetningu, hæðarkótar voru ekki í samræmi við sniðmynd sem gerð var af húsinu og afstöðu þess m.v. nærrliggjandi hús. Samkvæmt hæðarkóta á eldri teikningum var gólfkóti 54cm undir hæðarkóta götu. Í framkvæmd var fylgt sniðmynd og er gólfkóti 24,5cm yfir götukóta. Við breytt útlit lækkar hæsti punktur hússins um 45cm frá gólfplötu, en við breytt útlit skerðist útsýni íbúa meira en hefði verið með valmaþaki.

Byggingarfulltrúi staðfestir að sniðmynd hafi verið fylgt við plötugerð og að hæðarsetning húss sé í samræmi við önnur hús neðan götu við Hjalla, gólfkóti hússins er um 7cm undir gólfkóta Hjalla 26 og 20cm undir gólfkóta Hjalla 20.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breyttar teikningar vegna byggingar íbúðarhúss við Hjalla 24 og felur byggingarfulltrúa að svara þeim eru gerðu athugasemdir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Brautarholt, Selárdal. Ósk um leiðrétta skráningu.

Erindi frá Félagi um listasafn Samúels, ódags. Í erindinu er óskað eftir leiðréttingu á skráningu íbúðarhúss Samúels í Selárdal. Í umsókn vegna endurbyggingar hússins frá 2013 var sótt um endurbyggingu sumarhúss og hefur sú skráning fylgt húsinu. Í umsókninni kemur fram að um sé að ræða einbýlishús sem hefur verið endurbyggt. Þá er jafnframt óskað eftir því að lóð Brautarholts, verði skráð sem íbúðarhúsalóð.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu og bendir á að svæðið er skilgreint sem svæði undir frístundabyggð í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og gera þyrfti breytingu á því sem og á deiliskipulagi fyrir Selárdal þar sem svæðið er einnig skilgreint sem svæði undir frístundabyggð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Engjar - umsókn um stöðuleyfi.

Erindi frá Unnsteini Líndal Jenssyni, dags. 19.10.2022. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tveimur 40 feta gámum utan við Engjar, Patreksfirði. Umsækjandi er eigandi að Engjum 2 og 3. Gámarnir eru ætlaðir undir byggingarefni í tengslum við fyrirhugaða endurbyggingu Engja 2 og 3.

Í umsögn frá sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs kemur fram að staðsetning gámanna skv. umsókn staðsetur gámana inn á fyrirhuguðu svæði er ætlað er undir nýtt sorpmóttökusvæði og mælist til þess að staðsetning gáma, verði hún heimiluð miði við fyrirhugað deiliskipulag.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða með þeim fyrirvara að ef til framkvæmda kemur við fyrirhugað sorpmóttökusvæði í Fjósadal þá þurfi að færa gámana.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Sigtún 4. Stækkun lóðar, endurnýjun lóðarleigusamnings

Erindi frá Margréti Brynjólfsdóttur, dags. 7.11.2022. Í erindinu er óskað eftir stækkun á lóð Sigtúns 4 um 6m til vesturs. Heildarstærð lóðar eftir stækkun yrði 906m2. Erindinu fylgir teikning sem sýnir afmörkun lóðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að stækka lóðina um 4m til vesturs og lóðarleigusamningurinn endurnýjaður. Ráðið felur byggingarfulltrúa að endurskilgreina lóðina að Sigtúni 2 í samræmi við framangreint, taka þarf tillit til göngustígs milli Hjalla 13 og 15 við afmörkun lóðarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Umsagnarbeiðni við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna veglagningar yfir Dynjandisheiði

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Ísafjarðarbæ um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, dagsett 25. október 2022. Breytingin fjallar um enduruppbyggingu vegs nr. 60 yfir Dynjandisheiði og veg nr. 63 Bíldudalsveg, með það að markmiði að þeir nýtist sem heilsársvegir.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna og felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Aðalstræti 124A. Umsókn um byggingaráform

Erindi frá Friðriki Ólafssyni, dags 09.11.2022. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir byggingaráformum vegna 247 m2 íbúðarhúss að Aðalstræti 124A, Patreksfirði. Erindinu fylgja uppdrættir, útlits- og afstöðumyndir unnar af TRÍPÓLÍ ARKITEKTUM ehf, dags. 8.11.2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Aðalstræti 122, 122A, 124, 126 og 126A.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45