Hoppa yfir valmynd

Hjallar 24. Breyttar teikningar.

Málsnúmer 2211017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. dags. 5.11.2022. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir breyttu útliti á íbúðarhúsinu að Hjöllum 24, Patreksfirði sem nú er í byggingu. Erindinu fylgja uppfærðir aðaluppdrættir dags. 20.02.2021, breytingar 01.09.2022 og 03.11.2022. Útlitsbreytingin, sem felur í sér að fallið er frá valmaþaki og í stað þess verði einhalla þak, ásamt leiðréttingu á hæðarkóta teikninga.

Breytingin var kynnt fyrir íbúum Hjalla 19, 20, 21, 23, 25 og 26 og Brunna 21, 23 og 25 með athugasemdafrestur til 3.11.22. Athugasemd barst frá eigendum Hjalla 19, dags. 2.11.2022. Samþykki fyrir áformunum barst frá eigendum Brunna 23, dags. 2.11.2022. Þá barst jákvæð umsögn fyrir áformunum frá eigendum Hjalla 21, dags. 7.11.2022 eftir að athugasemdafresti lauk. Í gögnunum var því miður rangur gólfkóti á teikningu sem byggingarfulltrúa yfirsást við yfirferð gagna en afstaða á milli húsa og götu var rétt á sniðmynd.

Í ljósi innkominna athugasemda stöðvaði byggingarfulltrúi framkvæmdir 2.11.2022.

Í eldri gögnum var ósamræmi í hæðarsetningu, hæðarkótar voru ekki í samræmi við sniðmynd sem gerð var af húsinu og afstöðu þess m.v. nærrliggjandi hús. Samkvæmt hæðarkóta á eldri teikningum var gólfkóti 54cm undir hæðarkóta götu. Í framkvæmd var fylgt sniðmynd og er gólfkóti 24,5cm yfir götukóta. Við breytt útlit lækkar hæsti punktur hússins um 45cm frá gólfplötu, en við breytt útlit skerðist útsýni íbúa meira en hefði verið með valmaþaki.

Byggingarfulltrúi staðfestir að sniðmynd hafi verið fylgt við plötugerð og að hæðarsetning húss sé í samræmi við önnur hús neðan götu við Hjalla, gólfkóti hússins er um 7cm undir gólfkóta Hjalla 26 og 20cm undir gólfkóta Hjalla 20.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breyttar teikningar vegna byggingar íbúðarhúss við Hjalla 24 og felur byggingarfulltrúa að svara þeim eru gerðu athugasemdir.