Hoppa yfir valmynd

Beiðni Samtaka náttúrustofa um viðbótarfjárveitingu frá ríkinu

Málsnúmer 2211024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. nóvember 2022 – Bæjarráð

Lagður er fram tölvupóstur Sigurðar Halldórs Árnasonar, f.h. Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 7. nóvember 2022, ásamt bréfi Samtaka náttúrustofa til Alþingsimanna með ákalli um að tryggja að viðbótarfjárveiting sem veitt var náttúrustofum árin 2021 og 2022 verði ekki felld niður líkt og áformað er í fjárlögum 2023.

Bæjarráð tekur undir ákall Samtaka náttúrustofa um að viðbótarframlag til náttúrustofanna sem veitt var árin 2021 og 2022 verði áfram á fjárlögum.

Náttúrustofur hafa með störfum sínum sýnt að þær stuðla að auknum rannsóknum á náttúru og umhverfi í nærumhverfi sínu, þær auka atvinnutækifæri háskólamenntaðra, fjölga kvennastörfum á landsbyggðinni og stuðla að staðarvitund og náttúruvernd. Allt þættir sem afar brýnt er að bæta m.t.t. jöfnunar búsetu.