Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #952

Fundur haldinn í fjarfundi, 17. nóvember 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2023 og 3 ára áætlun 2024-2026.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 ásamt 3 ára áætlun 2024-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 23. nóvember nk.

    Málsnúmer 2206023 7

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2023 - gjaldskrár

    Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2023.

    Gjaldastuðlar á árinu 2023 eru eftirfarandi:

    Útsvarshlutfall 14,520%
    Fasteignaskattur A-flokkur 0,55%
    Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
    Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
    Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,38%
    Vatnsgjald annað húsnæði 0,50%
    Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,38%
    Fráveitugjald annað húsnæði 0,50%
    Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 1,00%
    Lóðaleiga annað húsnæði 3,75%

    Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Málsnúmer 2209059 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

      Lagðir fyrir viðaukar 7 og 8 við fjárhagsáætlun 2022. Viðauki 7 er lagður fyrir vegna uppreiknaðs stofnframlag skv. samningi um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar fjögurra almennra íbúða við Hafnarbraut 9 á Bíldudal, sem undirritaður var í apríl 2021. Erindi þess efnis var tekið fyrir á 951. fundi bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa hækkun stofnframlaga sveitarfélagsins úr 13.484.751 í 15.387.771.

      Búið var greiða 5.345.215, 29.01.2021 og færist því mismunurinn sem hækkun stofnframlaga í viðaukanum.

      Viðaukanum er mætt með hækkun útsvars í samræmi við rauntölur fyrstu tíu mánuði ársins.

      Viðauki 8 er lagður fyrir vegna breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 þar sem kveðið er á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.

      Í viðaukanum er búið að færa hlutdeild Vesturbyggðar í áætlun Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2022 í upphaflega samþykkta áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
      Í yfirlitunum eru sýnd áhrif sem breytt ákvæði reglugerðar hafa á samþykkta áætlun 2022 fyrir Vesturbyggð.

      Fyrirvari er á framsetningu á þessum viðauka sem byggir á samþykktri áætlun samstarfsverkefnis. Fyrirvari er um að mögulega verði annað hlutfall ábyrgðar ákvarðað þegar nánari upplýsingar og leiðbeiningar liggja fyrir. Fyrirvari er um að mögulega falli fleiri samstarfsverkefni undir ákvæði reglugerðarinnar.

      Viðaukunum er vísað áfram til bæjarstjórnar til samþykktar

        Málsnúmer 2201042 13

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Ósk um óformlegar viðræðum um sameiningu sveitarfélaga

        Lögð eru fram drög að samningi Vesturbyggðar við KPMG ehf., vegna ráðgjafar í tengslum við óformlegar sameiningarviðræður Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps ásamt drögum að verkefnistillögu KPMG dags. 26. október 2022.

        Í síðustu viku funduðu bæjarfulltrúar Vesturbyggðar og sveitarstjórnarfulltrúar Tálknafjarðarhrepps ásamt sveitarstjórum og ráðgjöfum um óformlegar sameiningaviðræður sveitarfélaganna og voru sammála um að halda áfram þeim viðræðum.

        Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn og fela bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Vesturbyggðar sem verkkaupa.

          Málsnúmer 2111059 7

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Starfshópur um samstarfs í velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum

          Lögð fram fundargerð starfshóps um velferðarmál sem haldinn var 26. október sl., þar sem samþykkt með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna að óska eftir því að Fjórðungssamband Vestfirðinga gengi til samninga við KPMG til að kanna grundvöll fyrir, og eftir atvikum setja á fót, samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum undir heitinu "Velferðarþjónusta Vestfirðinga". Heildarkostnaður við verkið er 4,5-6 m.kr., skipt eftir íbúafjölda og er hlutur Vesturbyggðar því kr. 750-900 þ.kr. á árinu 2022.

          Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna viðauka við fjárhagsáætlun og leggja til við bæjarstjórn að samþykkja þátttöku í verkefninu.

            Málsnúmer 2209052 11

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Til samráðs-Áform um lagasetningu -breytingu á lögum nr. 116-2006 um stjórn fiskveiða ( svæðaskipting strandveiða)

            Lögð fram til beiðni um umsögn frá Matvælaráðuneytinu. dags. 10. nóvember 2022 mál nr. 212/2022, "Áform um lagasetningu - breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)".

            Umsagnarfrestur er til og með 8. desember nk.

            Bæjarráð vísar málinu áfram til hafna- og atvinnumálanefndar til umsagnar.

              Málsnúmer 2211042 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Til samráðs - reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

              Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Innviðaráðuneytinu. dags. 10. nóvember 2022 mál nr. 215/2022, "Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga".

              Umsagnarfrestur er til og með 28. nóvember nk.

              Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn og senda á ráðuneytið.

                Málsnúmer 2211039 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                8. Þróun aðlögunaraðgera vegna loftlagsbreytinga - óskað eftir þátttöku sveitarfélaga

                Lagt er fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. nóvember 2022, þar sem leitað er eftir áhugasömum sveitarfélögum til að taka leiðandi hlutverk í vinnu við þróun aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftlagsbreytinga á sveitarstjórnarstigið.

                  Málsnúmer 2211025

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Til samráðs- áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu dags. 7.11.2022 þar sem vakin er athylgi á því að áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

                    Málsnúmer 2211026

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Athugasemd við fyrirhugaða stækkun á byggingarreit við Eyrargötu 5

                    Lagt fram bréf frá Árna Gunnari Bárðarssyni dags. 19. október 2022 þar sem gerð er athugasemd við fyrirhugaða breytinga á deiliskipulagi við Patreksfjarðarhöfn varðandi byggingarreit við Eyrargötu 5. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 99. fundi sínum að fara í breytinguna.

                    Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir bréfið og bendir honum á að gera formlega athugasemd við breytinguna á deiliskipulaginu þegar hún verður auglýst.

                      Málsnúmer 2210044

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Mál nr. 84 um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Ósk um umsögn,

                      Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá nefndarsviði alþingis. 8. nóvember 2022 um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 84. mál.fl.)".

                      Umsagnarfrestur er til og með 22. nóvember nk.

                        Málsnúmer 2211029

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Beiðni Samtaka náttúrustofa um viðbótarfjárveitingu frá ríkinu

                        Lagður er fram tölvupóstur Sigurðar Halldórs Árnasonar, f.h. Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 7. nóvember 2022, ásamt bréfi Samtaka náttúrustofa til Alþingsimanna með ákalli um að tryggja að viðbótarfjárveiting sem veitt var náttúrustofum árin 2021 og 2022 verði ekki felld niður líkt og áformað er í fjárlögum 2023.

                        Bæjarráð tekur undir ákall Samtaka náttúrustofa um að viðbótarframlag til náttúrustofanna sem veitt var árin 2021 og 2022 verði áfram á fjárlögum.

                        Náttúrustofur hafa með störfum sínum sýnt að þær stuðla að auknum rannsóknum á náttúru og umhverfi í nærumhverfi sínu, þær auka atvinnutækifæri háskólamenntaðra, fjölga kvennastörfum á landsbyggðinni og stuðla að staðarvitund og náttúruvernd. Allt þættir sem afar brýnt er að bæta m.t.t. jöfnunar búsetu.

                          Málsnúmer 2211024

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Til samráðs - Áform um lagasetningu - breyting á lögum nr. 612006, um lax- og silungsveiði (hnúðlax)

                          Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Matvælaráðuneytinu. dags. 10. nóvember 2022 mál nr. 213/2022, "Áform um lagasetningu - breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax-- og silungsveiði (hnúðlax)".

                          Umsagnarfrestur er til og með 8. desember nk.

                            Málsnúmer 2211043

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Sveitarfélag ársins 2023

                            Lagður er fram til kynninga tölvupóstur Hafdísar E. Ásbjarnardóttur, f.h. Kjalar stéttafélags starfsmanna í almannaþjónustu, dags. 10. nóvember 2022.

                              Málsnúmer 2211041 2

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45