Hoppa yfir valmynd

Umsókn um endurnýjun á olíubyrgðatank við rafstöð OV við Hafnateig á Bíldudal.

Málsnúmer 2301040

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. febrúar 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 24. janúar 2023. Í erindinu er sótt um leyfi til endurnýjunar á olíubirgðatanki við rafstöð OV við Hafnarteig á Bíldudal. Þá er áætlað að grafa upp eldri olíutank sem er niðurgrafinn við rafstöðina og koma fyrir nýjum 20m3 tvöföldum olíutanki með lekaviðvörunarbúnaði ofanjarðar. Erindinu fylgir grunn- og afstöðumynd unnin af OV dags. 18. janúar 2023.

Olíubirgðatankurinn er staðsettur á áberandi svæði við miðsvæði Bíldudals, skipulags- og umhverfisráð fer fram á að settur verði upp skjólveggur eða sambærilegt umhverfis tankinn til að milda ásýnd tanksins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndakynna áformin, þau skulu kynnt fyrir Vesturbyggð og Arnarlax sem næstu lóðarhafar. Þá skal einnig kalla eftir umsögn frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.