Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. febrúar 2023 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varamaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Umsókn um framkvæmdarleyfi á virkjun í landi Vesturbotns
Erindi frá Golfklúbbi Patreksfjarðar dags. 6. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir heimavirkjun í landi Vesturbotns, Patreksfirði. Áætluð stærð er um 10kW, steypt inntaksmannvirki verður í Botnsá, 3m x 1,5m og 110mm plastlögn frá inntaki niður í stöðvarhús sem staðsett verður við Golfskálann. Lengd lagnar er um 1200m og er áformað að leggja hana samhliða vegslóða sem liggur með ánni. Erindinu fylgir yfirlitsmynd unnin af Verkís, dags. 19. janúar 2023.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
2. Umsókn um endurnýjun á olíubyrgðatank við rafstöð OV við Hafnateig á Bíldudal.
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 24. janúar 2023. Í erindinu er sótt um leyfi til endurnýjunar á olíubirgðatanki við rafstöð OV við Hafnarteig á Bíldudal. Þá er áætlað að grafa upp eldri olíutank sem er niðurgrafinn við rafstöðina og koma fyrir nýjum 20m3 tvöföldum olíutanki með lekaviðvörunarbúnaði ofanjarðar. Erindinu fylgir grunn- og afstöðumynd unnin af OV dags. 18. janúar 2023.
Olíubirgðatankurinn er staðsettur á áberandi svæði við miðsvæði Bíldudals, skipulags- og umhverfisráð fer fram á að settur verði upp skjólveggur eða sambærilegt umhverfis tankinn til að milda ásýnd tanksins.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndakynna áformin, þau skulu kynnt fyrir Vesturbyggð og Arnarlax sem næstu lóðarhafar. Þá skal einnig kalla eftir umsögn frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
3. Umsagnarbeiði vegna Mjólkárvirkjunar. Stækkkun virkjunar og afhending grænnar orku.
Tekið fyrir erindi Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. janúar 2023. Í erindinu er óskað umsagnar um skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Breytingin gengur út á stækkun Mjólkárvirkjunar til þess að koma til móts við aukna eftirspurn eftir raforku sem og stækkun bryggju í Borgarfirði til þess að geta mætt auknum umsvifum í fiskeldi, orkuskiptum og vexti í ferðaþjónustu.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu en áskilur sér rétt að koma með athugasemdir á síðari stigum í ferlinu er snerta mögulega hagsmuni sveitarfélagsins.
4. Eyrargata 5. Ósk um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis
Tekin fyrir eftir auglýsingu óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin fjallar um stækkun á byggingarreit á lóð Eyrargötu 5. Breytingin var grenndarkynnt með athugasemdafrest til 23. janúar 2023 en engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beinir málinu til hafna- og atvinnumálaráðs og bæjarstjórnar.
5. Grund Selárdal, ósk um breytta skráningu.
Erindi frá Eini Stein Björnssyni, dags. 3. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um breytta skráningu á Grund, Selárdal. Sótt er um að skráningu eignarinnar sé breytt úr sumarhúsi í íbúðarhús.
Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og felur byggingarfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum.
6. Aðalstræti 19 - umsókn um lóð
Rebekka Hilmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi frá Mikladal ehf, dags. 1. febrúar 2023. Í erindinu er sóttum byggingarlóðina að Aðalstræti 19, Patreksfirði. Sótt er um lóðina til byggingar fjölbýlishúss, allt að þremur íbúðum skv. deiliskipulagi.
Lóðin er skv. deiliskipulagi 556m2 fyrir allt að 3 íbúðir.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.
Rebekka Hilmarsdóttir kom aftur inn á fundinn.
7. Strandgata 14B - Umsókn um lóð
Erindi frá Vesturbyggð dags 30. janúar 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Strandgötu 14B, Bíldudal. Áformað er að byggja 300m2 iðnaðarhús á lóðinni sem hýsa á slökkvistöð og áhaldahús á Bíldudal. Lóðin er 798m2 og er skipulögð sem iðnaðarsvæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.
8. Verndarsvæði í byggð, Milljónahverfi á Bíldudal.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:16