Hoppa yfir valmynd

Samstarf um heimilisofbeldi

Málsnúmer 2302012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. febrúar 2023 – Velferðarráð

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum óskar eftir þátttöku félagsþjónustu Vestur- Barðastrandarsýslu í verkefni lögreglustjórans á Vestfjörðum varðarndi mál er varða heimilisofbeldi þar sem hann óskar eftir því að það verði gengið frá samstarfsyfirlýsingu þar um til eins árs. Að þeim tíma liðnum verði árangur metinn og samstarfið endurskoðað ef þörf er á eða framlegnt óbreytt.
Velferðarráð fagnar samstarfsyfirlýsingunni og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga frá henni.
23. janúar 2024 – Bæjarráð

Lagður er fram tölvupóstur Kristjáns Óskars Ásvaldssonar, f.h. Lögreglustjórans á Vestfjörðum, vegna þátttöku Vesturbyggðar í svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og öðrum afbrotum. Lögð eru fram drög að samstarfsyfirlýsingu vegna samráðsins sem áætlað er að verði undirrituð á samráðsfundi sem haldinn verður í verkefninu 13. febrúar n.k. á Hólmavík.

Samstarfsaðilar verkefnisins skuldbinda sig til að taka þátt í að vinna að framkvæmdaáætlun samráðsvettvangsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd Vesturbyggðar.

Vísað áfram til velferðaráðs til kynningar.
25. janúar 2024 – Velferðarráð

Ráðgert er að skrifa undir samkomulagið " Vestfirðir saman gegn ofbeldi og öðrum afbrotum" þann 13.febrúar í Strandabyggð. Bæjarstjóra hefur verið falið að skrifa undir samkomulagið fyrir hönd Vesturbyggðar.Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps undirritar fyrir hönd Tálknafjarðarhrepps.