Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 23. janúar 2024 og hófst hann kl. 12:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Geir Gestsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Magnús Árnason, verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði mættu til fundarins til að fara yfir stöðu stærstu fjárfestingarverkefna Vesturbyggðar.
2. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar mætti til fundarins og fór yfir þau verkefni sem eru efst á baugi.
3. Samstarf um heimilisofbeldi
Lagður er fram tölvupóstur Kristjáns Óskars Ásvaldssonar, f.h. Lögreglustjórans á Vestfjörðum, vegna þátttöku Vesturbyggðar í svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og öðrum afbrotum. Lögð eru fram drög að samstarfsyfirlýsingu vegna samráðsins sem áætlað er að verði undirrituð á samráðsfundi sem haldinn verður í verkefninu 13. febrúar n.k. á Hólmavík.
Samstarfsaðilar verkefnisins skuldbinda sig til að taka þátt í að vinna að framkvæmdaáætlun samráðsvettvangsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd Vesturbyggðar.
Vísað áfram til velferðaráðs til kynningar.
4. Fjörusetrið á Barðaströnd
5. Lántökur ársins 2024
Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2024 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 250 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2024 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2024 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2024 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarráð samþykkir lántökuna og vísar áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
6. Fjöldahjálpastöðvar á Bíldudal og Tálknafirði
Lagður er fram tölvupóstur frá 17. janúar 2024, ásamt tillögu að samkomulagi um afnot af félagsheimilinu Baldurshaga Bíldudal sem fjöldahjálparstöð. Þær staðsetningar sem komu til greina sem fjöldahjálpastöð á Bíldudal voru íþróttahúsið Bylta og félagsheimilið Baldurshagi. Það var mat ofanflóðadeildar Veðurstofunnar að Baldurshagi myndi henta betur til fjöldahjálpastöðvar vegna varnargarða sem þegar hafi risið.
Lagt er til að bæjarráð samþykki framangreint samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um afnot af fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu Baldurshaga, Bíldudal og bæjarstjóra verði falið að undirrita samkomulagið.
Bæjarráð samþykkir afnot af félagsheimilinu Baldurshaga Bíldudal sem fjöldahjálparstöð og felur bæjarstjóra að undirrita samkomlagið.
7. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024
Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. janúar 2024, þar sem boðað er til XXXIX. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 14. mars n.k. Fulltrúar Vesturbyggðar eru Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Anna Vilborg Rúnarsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir.
8. Til allra sveitarstjórna varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og dóm héraðsdóms Reykjavíkur
Lagt fram bréf Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, dagsett 9. janúar 2024, vegna óvissu sem komin er upp um starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. desember 2023, þar sem sjóðnum var gert að greiða skaðabætur til Reykjavíkurborgar. Málinu verður áfrýjað, en standi niðurstaðan óbreytt mun sjóðurinn þurfa að lækka framlög til sveitarfélaga næstu árin, til að jafna stöðu sjóðsins.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með úrskurðinn og hefur áhyggjur af skertum framlögum vegna málsins. Eins hefur bæjarráð áhyggjur af hvaða áhrif málið getur haft á fyrirhugaðar breytingar á reglum sjóðsins. Mikilvægt er að halda áfram vinnu við breytt fyrirkomulag Jöfnunarsjóðs þar sem markmiðin með þeirri vinnu eru að auka jöfnuð, gegnsæi og fyrirsjáanleika í framlögum sjóðsins.
Til kynningar
9. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2023
Lögð fram til kynningar fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga fundir nr. 55, 56 og 57
10. Til samráðs - Áform um breytingu á lögum nr. 49-1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku-og loftlagsráðuneytinu dags. 12. janúar sl. með ósk um umsögn um áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
11. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13-1998.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 8. janúar sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13/1998.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00