Hoppa yfir valmynd

Hafnarteigur 4 - viðbætir við lóðarleigusamning, stækkun lóðar.

Málsnúmer 2303052

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. apríl 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tryggvi Baldur Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Lagður fram til samþykktar viðbætir við lóðarleigusamning Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf að Hafnarteig 4 á Bíldudal. Samningurinn er varðandi viðbótarathafnarsvæði til handa Íslenska Kalkþörungafélaginu ehf. í samræmi við Verksmiðjubyggingarsvæðissamning frá 2006.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að samningur um viðbætir við lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins að Hafnarteig 4 verði samþykktur. Þá leggur ráðið ríka áherslu á að gengið verði snyrtilega um svæðið, þá skulu framkvæmdir vera komnar af stað við uppbyggingu svæðisins innan tveggja ára.

Tryggvi Baldur Bjarnason kom aftur inn á fundinn.
26. apríl 2023 – Bæjarstjórn

Lagður fram til samþykktar viðbætur við lóðarleigusamning Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf að Hafnarteig 4 á Bíldudal. Samningurinn er varðandi viðbótarathafnarsvæði til handa Íslenska Kalkþörungafélaginu ehf. í samræmi við Verksmiðjubyggingarsvæðissamning frá 2006.

Hafna- og atvinnumálaráð tók málið fyrir á 48. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samningur um viðbætur við lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins að Hafnarteig 4 verði samþykktur. Þá lagði ráðið ríka áherslu á að gengið verði snyrtilega um svæðið, þá skulu framkvæmdir vera komnar af stað við uppbyggingu svæðisins innan tveggja ára.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir að ofangreindar breytingar verði gerðar á samningi um lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins að Hafnarteig 4 og tekur undir áherslur hafna- og atvinnumálaráðs um að gengið verði snyrtilega um svæðið og framkvæmdir verði konnar af stað innan tveggja ára.