Fundur haldinn í Ólafshúsi, Aðalstræti 5, Patreksfirði, 18. apríl 2023 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Hlynur Freyr Halldórsson (HFH) varamaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
- Matthías Ágústsson (MÁ) varamaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Verbúðin, Patreksfirði. Ósk um endurskoðaðan leigusamning.
Lagðir fram Tölvupóstar frá Flak ehf. dags 28.03.2023 og 11.04.2023. Í tölvupóstunum er óskað eftir endurskoðun á leigusamningi Flaks í Verbúðinni og þá er hafnarsjóði boðið að gera tilboð í hluta af þeim innanstokksmunum og búnaði sem Flak ehf. hefur komið sér upp í Verbúðinni.
Hafna- og atvinnumálaráð vill þakka Flak ehf. fyrir gott framlag til menningarmála á svæðinu undanfarin ár. Fullur vilji er innan ráðsins að gera samninga við nýja rekstraraðila svo áframhald verði á menningartengdri starfsemi í Verbúðinni.
Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að eiga samtal við bréfritara varðandi kaup á búnaði.
2. Hafnarteigur 4 - viðbætir við lóðarleigusamning, stækkun lóðar.
Tryggvi Baldur Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lagður fram til samþykktar viðbætir við lóðarleigusamning Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf að Hafnarteig 4 á Bíldudal. Samningurinn er varðandi viðbótarathafnarsvæði til handa Íslenska Kalkþörungafélaginu ehf. í samræmi við Verksmiðjubyggingarsvæðissamning frá 2006.
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að samningur um viðbætir við lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins að Hafnarteig 4 verði samþykktur. Þá leggur ráðið ríka áherslu á að gengið verði snyrtilega um svæðið, þá skulu framkvæmdir vera komnar af stað við uppbyggingu svæðisins innan tveggja ára.
Tryggvi Baldur Bjarnason kom aftur inn á fundinn.
3. Umsókn um lóð - Hafnarteigur 4a og Strandgata 14E
Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Arnarlax ehf. dags. 23.03.2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Hafnarteig 4A og Strandgötu 14E til byggingar um 2000m2 þjónustuhúss.
Lóðin að Strandgötu 14E er laus til umsóknar, lóðin að Hafnarteig 4A er hluti af svæði sem samið var um við Íslenska Kalkþörungafélagið með Verksmiðjubyggingarsvæðissamningi árið 2006. Í þeim samningi tók Vesturbyggð frá viðbótarlandssvæði fyrir stækkun verksmiðjunnar sem er í dag Hafnarteigur 4A.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að erindinu yrði hafnað.
Hafna- og atvinnumálaráð hafnar lóðarumsókninni.
Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson komu aftur inn á fundinn.
4. Hafnarteigur 4, girðingar umhverfis athafnasvæði Ískalks
Tryggvi Baldur Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu hf. dags. 24.03.2023. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir 180cm timburgirðingu milli mhl02 og mhl05 að Hafnarteig 4, Bíldudal.
Erindinu fylgir teikning, unnin af Friðriki Ólafssyni er sýnir girðinguna.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin og felur hafnarstjóra að ræða við umsækjenda um útfærslu girðingarinnar í tengslum við siglingaverndarsvæði.
Tryggvi Baldur Bjarnason kom aftur inn á fundinn.
5. Strandgata 10-12. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.
Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Tekin fyrir umsókn Arnalax um breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Bíldudal dags. 5.4.2023.
Breytingin gengur út að að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4 og Strandgötu 5, 6 og 7.
Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson komu aftur inn á fundinn.
6. Umsagnarbeiðni - breyting eldissvæða og aukning heildarlífmassa í Arnarfirði fyrir Arnarlax
Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Lagður fram tölvupóstur, dags. 11.4.2023 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar vegan aukningu heildarlífmassa á laxi í Arnarfirði um 4.500 tonn og breytingu á afmörkun eldissvæða.
Hafna- og atvinnumálaráð telur ágætlega gert grein fyrir framkvæmdinni í framlögðum gögnum framkvæmdaaðila og gerir ekki athugasemd við framlagða matsáætlun.
Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson komu aftur inn á fundinn.
7. Breiðafjarðarferjan Baldur
Lagður fram til kynningar Tölvupóstur bæjarstjóra til Vegagerðarinnar dags. 4.4.2023. Í tölvupóstinum eru settar fram spurningar í 6. liðum varðandi Breiðafjarðarferjuna Baldur.
Þá er einnig lagður fram til kynningar svarpóstur frá Vegagerðinni dags. 13.04.2023.
Hafna- og atvinnumálaráð harmar áhugaleysi Vegagerðarinnar á málinu, af svörum Vegagerðarinnar að dæma er lítið gert úr áhyggjum sveitarfélagsins og svörin snubbótt. Ljóst er að ef Röst kemur til með að leysa Baldur af við siglingar yfir Breiðafjörð mun það vissulega auka öryggi notenda en stórminnka flutningsgetu. Samgöngur af svæðinu eru erfiðar, hvort sem er vegna snjóa eða drullu. Reynsla fyrirtækja á svæðinu er að oft sé flutningabílum vísað frá vegna plássleysis.
Fundargerðir til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40