Hoppa yfir valmynd

Brjánslækur 3. Umsókn um samþykki byggingaráforma

Málsnúmer 2303063

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Jóhann Pétur Ágústsson vék af fundi.

Erindi frá Ágúst V. Jóhannssyni, dags. 3.04.2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma vegna byggingar 193m2 íbúðarhúss á Brjánslæk 3, Barðaströnd.

Erindinu fylgir uppdrættir og afstöðumynd af húsinu, unnir af Belkod.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin með fyrirvara um grenndarkynningu og samþykki landeigenda, áformin skal grenndarkynna fyrir ábúenda á Brjánslæk 2.

Jóhann Pétur Ágústsson kom aftur inn á fundinn.