Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #105

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. apríl 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varamaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson skipualgsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Akstur utan vegar á Þúfneyri

Á 958. fundi bæjarráðs sem haldinn var 7. mars 2023 var lagt fram erindi Úlfars Thoroddsen, dags. 3. mars 2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við akstur utan vegar á Þúfneyri. Bæjarráð tók undir með bréfritara og vísaði erindinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar bréfritara fyrir að vekja athygli á málinu og leggur til við bæjarráð að afmarkað verði bílastæði á svæðinu. Þá felur ráðið byggingarfulltrúa að kanna hvort merkingar fyrir sæstrengi sem eru á eyrinni séu enn í gildi og láta endurnýja ef þörf er á.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Grund Selárdal, ósk um breytta skráningu.

Erindi frá Eini Stein Björnssyni, dags. 3. febrúar 2023. Erindið var tekið fyrir á 103. fundi ráðsins, því frestað og kallað eftir frekari gögnum. Í erindinu er sótt um breytta skráningu á Grund, Selárdal. Sótt er um að skráningu eignarinnar sé breytt úr sumarhúsi í íbúðarhús. Erindinu fylgir teikning af húsinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Brekkuvellir lóð 1 - ósk um breytt heiti.

Erindi frá Guðríði Guðmundsdóttur, dags. 14. mars 2023. Í erindinu er óskað eftir breyttu heiti á Brekkuvöllum lóð 1, L191060, Barðaströnd. Óskað er eftir að skráð verði nafnið Stekkjarflöt á umrætt land.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Járnhóll 8. Umsókn um lóð.

Erindi frá Landsneti hf. dags. Í erindinu er sótt um lóðina byggingarlóðina að Járnhól 8, Bíldudal. Sótt er um lóðina til byggingar tengivirkis Landsnets.

Lóðin er 1333 m2 og er skilgreind sem iðnaðarlóð.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt en vekur athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að lóðinni skv. deiliskipulagi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fyrirspurn - Svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal

Fyrirspurn frá Búbíl ehf, ódags. Fyrirspurnin er þess efnis hvort að heimild fáist fyrir afnot að svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal. Hugmyndin er að staðsetja átta stakstæð hús sem hugsuð eru til útleigu fyrir ferðamenn. Erindinu fylgir yfirlitsmynd er sýnir hugmyndina.

Svæðið er í dag skilgreint skv. aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem íbúðarsvæði ÍB16. Svæðið liggur á skilgreindu hættusvæði B skv. ofanflóðahættumati.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en vekur athygli umsækjenda á að áformin eru háð aðalskipulagsbreytingu sem og deiliskipulagningu svæðisins. Þá eru einnig lóðamörk aðliggjandi lóða nokkuð á reiki á svæðinu og felur skipulags- og umhverfisráð byggingarfulltrúa að staðfesta rétt lóðarmörk.

Skipulags- og umhverfisráð vísar fyrirspurninni áfram til bæjarráðs með vísan til 3.mgr 5.gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Hafnarteigur 4, girðingar umhverfis athafnasvæði Ískalks

Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu hf. dags. 24.03.2023. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir 180cm timburgirðingu milli mhl02 og mhl05 að Hafnarteig 4, Bíldudal.

Erindinu fylgir teikning, unnin af Friðriki Ólafssyni er sýnir girðinguna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Hóll - Golfskáli, umsókn um samþykki byggingaráforma.

Erindi frá Golfklúbbi Bíldudals, dags. 27. mars 2023. Í erindinu er sótt um heimild til viðbyggingar við húsnæði Golfklúbbsins að Hóli í Bíldudal. Áformað er að breyta þakformi og byggja við húsið geymslu fyrir golfbíla og kerrur.

Erindinu fylgja teikningar er sýna áformin.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Umsókn um lóð - Hafnarteigur 4a og Strandgata 14E

Erindi frá Arnarlax ehf. dags. 23.03.2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Hafnarteig 4A og Strandgötu 14E til byggingar um 2000m2 þjónustuhúss.

Lóðin að Strandgötu 14E er laus til umsóknar, lóðin að Hafnarteig 4A er hluti af svæði sem samið var um við Íslenska Kalkþörungafélagið með Verksmiðjubyggingarsvæðissamningi árið 2006. Í þeim samningi tók Vesturbyggð frá viðbótarlandssvæði fyrir stækkun verksmiðjunnar sem er í dag Hafnrteigur 4A.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að erindinu verði hafnað.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Brjánslækur 3. Umsókn um samþykki byggingaráforma

Jóhann Pétur Ágústsson vék af fundi.

Erindi frá Ágúst V. Jóhannssyni, dags. 3.04.2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma vegna byggingar 193m2 íbúðarhúss á Brjánslæk 3, Barðaströnd.

Erindinu fylgir uppdrættir og afstöðumynd af húsinu, unnir af Belkod.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin með fyrirvara um grenndarkynningu og samþykki landeigenda, áformin skal grenndarkynna fyrir ábúenda á Brjánslæk 2.

Jóhann Pétur Ágústsson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Aðalskipulag Bíldudal, breyting á þéttbýlisuppdrætti.

Tekin fyrir breyting á þéttbýlisuppdrætti Vesturbyggðar 2018-2035 á Bíldudal. Breytingin fjallar um að bætt er við iðnaðarsvæði á þéttbýlisuppdrátt fyrir Bíldudal. Um er að ræða hreinisvirki sem þjóna á íbúðarsvæði ÍB12.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar verði auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.

Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar dagsett 27. febrúar 2023 er varðar afgreiðslu deiliskipulags íbúðarsvæðis Hóls á Bíldudal. Í bréfinu var gerð athugasemd við að bæjarstjórn auglýsti deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda. Deiliskipulagið hafði áður verið auglýst og lagfært m.t.t. fyrri ábendinga Skipulagsstofnunar og breytt á þann hátt að lítið fjölbýli og hreinsivirki voru fjarlægð úr tillögu deiliskipulags. Með þeim aðgerðum samræmdist tillagan ekki ákvæðum Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst að nýju með hreinsivirki samhliða breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar um sama efni. Málsmeðferð verði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fjósadalur deiliskipulag sorpsöfnunnarsvæði

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sorpsöfnunarsvæðis í Fjósadal Patreksfirði. Tillagan var tekin fyrir á 98. fundi skipulags- og umhverfisráðs 19. september 2022 þar sem málinu var frestað þar til staðbundið hættumat frá Veðurstofunni lægi fyrir. Veðurstofan sendi með tölvupósti dagsettum 7. mars 2023 bráðbirgðahættumat fyrir svæðið. Í hættumatinu kemur fram að svæðið sjálft sorpsvæðið er að megninu til á c-svæði en starfsmannaaðstaða innan A-svæðis.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu þar til endanlegt hættumat fyrir svæðið liggur fyrir.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Vinnslutillaga aðalskipulags Tálknafjarðar 2019-2039, ósk um umsögn.

Tekið fyrir erindi frá Tálknafjarðarhreppi dagsett 29. mars 2023. Í erindinu er óskað umsagnar um vinnslutillögu Aðalskipulags Tálknafjarðar 2019-2039.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu Aðalskipulags Tálknafjarðar 2019-2039 og telur að það sé í samræmi við þá landnotkun er nær yfir sveitarfélagamörk og önnur atriði er varða sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna.

Erindinu vísað áfram til samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Ytri Bugur, Langholt. Umsókn um samþykki byggingaráforma.

Erindi frá Val S. Valgeirssyni og Vilborgu Á. Bjarnadóttur, ódags. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir 94m2 frístundahúsi á Ytri-Bug, Langholti.

Erindinu fylga aðaluppdrættir, unnir af Friðrik Ólafssyni, dags. 22.03.2023.

Áformin eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Bíldudalsvegur nr. 63 um Mikladal, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur erindi frá Vegagerðinni dagsett 5.04.2023. Í erindinu er óskað eftir breytingu á áður samþykktu framkvæmdaleyfi vegna Bíldudalsvegar um Mikladal. Breytingin felur í sér að vinna efni í burðarlag innan vinnusvæðisins. Heildarmagn þess efnis sem um ræðir er 8.800 m3 og mun nú efnið koma innan vinnusvæðisins með því að breikka skeringu um 6 metra. Áður átti efnið að koma úr námu á Hvalskeri.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á framkvæmdaleyfi verið heimiluð og skipulagsfulltrúa falið að gera viðbót við gildandi framkvæmdaleyfi sem innifelur þessa skeringu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Strandgata 10-12. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.

Tekin fyrir umsókn Arnalax um breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Bíldudal.

Breytingin gengur út að að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málinu vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45