Hoppa yfir valmynd

Kynning á fyrirhuguðum áformum um að breyta Rauðasandsvegi og Melanesvegi úr Héraðsvegi yfir í tengiveg á Vegaskrá Vegagerðarinar.

Málsnúmer 2306036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júlí 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar, dagsett 5. júní 2023. Í erindinu sem beint er til landeiganda að jörðinni Melanes, eru kynnt áform um að breyta Rauðasandsvegi (640) og Melanesvegi (6178-01) úr héraðsvegi yfir í tengiveg á Vegaskrá Vegagerðarinnar.

Sveitarfélagið Vesturbyggð vill benda á að vegir þessir eru ekki skilgreindir sem tengivegir í gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og kalla því mögulega á breytingu á aðalskipulaginu sem Vegagerðin þarf að sækja um til sveitarfélagsins.