Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. júlí 2023 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
Starfsmenn
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Urðargata 21 - umsókn um lóð.
Erindi frá Oddi Þór Rúnarssyni, dags. 28.júní 2023. Í erindið er óskað eftir byggingarlóðinni að Urðargötu 21a og sameiningu hennar við Urðargötu 21b.
Á 96. fundi skipulags- og umhverfisráðs samþykkti ráðið að úthluta byggingarlóðinni að Urðargötu 21b til bréfritara. Í erindinu kom fram að áformað væri að nýta gamla miðlunartankinn sem stendur á Urðargötu 21b undir húsbyggingu. Nú er búið að meta ástands tanksins og steypunnar og er hann metinn hæfur sem undirstaða undir íbúðarhús, við skoðun tanksins kom í ljós að tankurinn stendur inn á lóðina að Urðargötu 21a.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í að Urðargötu 21a verði úthlutað til bréfritara berist umsókn þess efnis.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóðirnar Urðargata 21a og 21b verði sameinaðar í Urðargötu 21.
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi - stígagerð í Litladal
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktarfélagi Patreksfjarðar, dagsett 6. júlí 2023. Í umsókninni er sótt um stígagerð um Litladal, Patreksfirði. Heildarlengd nýrra stíga verður skv. umsókninni 450 m. Meðfylgjandi umsókninni er afstöðumynd er sýnir helstu þætti framkvæmdarinnar ásamt fornleifaskráningu af svæðinu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Aðalskipulag Bíldudal, breyting á þéttbýlisuppdrætti.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 21. júní 2023. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar við Hól á Bíldudal. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 21. júní 2023. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Um er að ræða endurauglýsingu á deiliskipulagi sem auglýst var í júlí 2022 þar sem hreinsivirki var ekki skilgreint í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og deiliskipulag því ekki í samræmi við aðalskipulag. Fyrri athugasemdir og umsagnir gilda um tillöguna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Vesturbotn - deiliskipulag
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Vesturbotni. Tillagan nær yfir 24 frístundalóðir og golfvöll. Fyrir liggur fornleifaskráning fyrir svæðið sem fram fór sumarið 2022.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til kynningar
6. Kynning á fyrirhuguðum áformum um að breyta Rauðasandsvegi og Melanesvegi úr Héraðsvegi yfir í tengiveg á Vegaskrá Vegagerðarinar.
Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar, dagsett 5. júní 2023. Í erindinu sem beint er til landeiganda að jörðinni Melanes, eru kynnt áform um að breyta Rauðasandsvegi (640) og Melanesvegi (6178-01) úr héraðsvegi yfir í tengiveg á Vegaskrá Vegagerðarinnar.
Sveitarfélagið Vesturbyggð vill benda á að vegir þessir eru ekki skilgreindir sem tengivegir í gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og kalla því mögulega á breytingu á aðalskipulaginu sem Vegagerðin þarf að sækja um til sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40