Málsnúmer 2306056
21. júní 2023 – Bæjarstjórn
Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga skulu viðkomandi sveitarstjórnir sem stefna að sameiningu kjósa fulltrúa í sameiginlega kjörstjórn eftir nánara samkomulagi
þeirra. Miða skal við að hvert sveitarfélag hafi a.m.k. einn fulltrúa í kjörstjórn og að fjöldi nefndarmanna sé oddatala.
Samstarfsnefnd um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar óskar eftir því að sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar kjósi sameiginlega kjörstjórn fyrir væntanlegar íbúakosningar um sameiningar næsta haust sbr. 5. gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga. Lagt er til að kjörstjórn verði skipuð þremur fulltrúum og þremur til vara. Tveir fulltrúar og tveir til vara skulu koma úr Vesturbyggð og einn fulltrúi og einn til vara frá Tálknafjarðarhrepp.
Til máls tók: Varaforseti
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Hafdís Rut Rudolfsdóttir og Finnbjörn Bjarnason verði aðalmenn og María Úlfarsdóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir varamenn í sameiginlegri kjörstjórn fyrir væntanlegar íbúakosningar um sameiningu næsta haust sbr. 5 gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða