Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdaleyfi - stígagerð í Litladal

Málsnúmer 2307004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júlí 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktarfélagi Patreksfjarðar, dagsett 6. júlí 2023. Í umsókninni er sótt um stígagerð um Litladal, Patreksfirði. Heildarlengd nýrra stíga verður skv. umsókninni 450 m. Meðfylgjandi umsókninni er afstöðumynd er sýnir helstu þætti framkvæmdarinnar ásamt fornleifaskráningu af svæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18. júlí 2023 – Bæjarráð

Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktarfélagi Patreksfjarðar, dagsett 6. júlí 2023. Í umsókninni er sótt um stígagerð um Litladal, Patreksfirði. Heildarlengd nýrra stíga verður skv. umsókninni 450 m. Meðfylgjandi umsókninni er afstöðumynd er sýnir helstu þætti framkvæmdarinnar ásamt fornleifaskráningu af svæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.