Málsnúmer 2309016
12. september 2023 – Bæjarráð
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu á rekstrarleyfinu. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Kubb ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða. Eins er umsögnin gerð með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.