Fundur haldinn í fjarfundi, 12. september 2023 og hófst hann kl. 12:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023
Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar kom inná fundinn og fór yfir tillögur að umsóknum Vesturbyggðar í Framkvæmasjóð ferðamannastaða 2023, m.t.t. heildarmats menningar- og ferðamálaráðs sem leggur til við bæjarráð að sótt verði um fyrir verkefnunum, Laugerneslaug, skógræktarsvæðið á Bíldudal og útsýnispallur á Strengfelli, með fyrirvara um samþykki landeigenda.
Bæjarráð þakkar fyrir góða vinnu og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í þau verkefni sem hún metur í samráði við Vestfjarðastofu að falli reglum sjóðsins og séu líkleg til að hljóta styrk.
2. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Sviðssstjóri fjölskyldusviðs kom inná fundinn og fór yfir þau verkefni sem eru efst á baugi.
3. Málstefna sveitarfélaga
Lagður fyrir tölvupóstur dags. 5. september 2023 frá Innviðaráðuneytinu þar sem athygli sveitarstjórna er vakin á því að sveitarfélögin beri skv. 130. gr. sveitarsjórnarlaga að setja sér málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Þar skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
4. Rekstur og fjárhagsstaða 2023
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir rekstur sveitarfélagsins fyrir janúar til júlí.
5. Framkvæmdaáætlun ársins 2023
Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu 2023.
Elfar Steinn Karlsson, hafnastjóri var gestur á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar starfsfólki fyrir upplýsingar um stöðu framkvæmda ársins.
7. Umsagnarbeiðni - Breyting á rekstrarleyfi - Hótel Flókalundur
Lögð fyir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 31.ágúst sl. um umsögn Penna ehf um breytingu á rekstrarleyfi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu á rekstrarleyfinu. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Kubb ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða. Eins er umsögnin gerð með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
8. Strok úr sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði
Umræður um strok úr sjókvíaeldi í Patreksfirði.
Bæjarráð gerir þær kröfur á eldisfyrirtæki að farið sé að lögum, innra eftirliti sé sinnt og leitað sé leiða til að koma í veg fyrir strok úr kvíum. Tillögur matvælaráðuneytisins að stefnumótun í lagareldi benda til þess nokkrar breytingar verði gerðar varðandi greinina m.a. að reglum um viðbrögð vegna stroka verði breytt og eftirlit verði eflt. Bæjarráð tekur vel í þær tillögur sem hafa verið kynntar og vonast til þess að unnið verði hratt og vel að fullvinnslu tillagnanna og innleiðingu með breytingum á lögum og reglum. Bæjarráð ítrekar kröfur sveitarfélagsins um að þáttur rannsóknar og eftirlits verður eflt og starfrækt á þeim svæðum sem sjókvíaeldi er til staðar.
Til kynningar
9. Aðalskoðun leiksvæða 2023
Niðurstöður aðalskoðunnar leiksvæða í Vesturbyggð í samræmi við samning þar um.
Niðurstaða skoðunnar verður hluti af vinnugögnum vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2024 sem nú er í vinnslu.
10. Til samráðs - Áform um lagasetningu - Breyting á búvörulögum nr. 99-1993 Framleiðendafélög
Lagður fram tölvupóstur frá Matvælaráðuneyti dagsettur 28.ágúst sl. þar sem óskað er umsagnar um áform um lagasetningu - Breyting á búvörulögum nr. 99-1993 - Framleiðendafélög
11. Til samráðs - Áform um breytingu á ýmsum lögum á sviði málefna barna (reglugerðarheimildir)
Lagður fram tölvupóstur frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu frá 28.ágúst sl. þar sem óskað er umsagnar um árform um breytingu á ýmsum lögum á sviði málefna barna (reglugerðarheimildir).
12. Til samráðs - Áform um breytingu á 15.gr. barnaverndarlaga nr. 80-2002
Lagður fram tölvupóstur frá Mennta- og barnamálaráðuneyti dagsettur 28.ágúst sl. þar sem óskað er umsagnar um áform um breytingu á 15. gr. barnaverndarlaga nr. 80-2002.
13. Til samráðs - Áform um breytingu á lögum um framhaldsskóla (vinnustaðanám, innritun o.fl.)
Lagður fram tölvupóstur frá mennta- og barnamálaráðuneyti dagsettur 28.ágúst sl. þar sem óskað er umsagnar um áform um breytingu á lögum um framhaldsskóla (vinnustaðanám, innritun o.fl.)
14. Til samráðs - Mál nr. 159-2023 - Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur.
Lagður fram tölvupóstur frá Matvælaráðuneyti dagsettur 29.ágúst sl. þar sem óskað er umnsagnar um mál nr. 159-2023 - Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur.
15. Til samráðs - Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar
Lagður fram tölvupóstur frá Matvælaráðuneyti dagsettur 29.ágúst sl. þar sem óskað er umsagnar um áform um lagasetningu - frumvarp til laga um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar (heildarlög).
16. Til samráðs - Mál nr. 161-2023 - Breyting á lögræðislögum
Lagður fram tölvupóstur frá Dómsmálaráðuneyti dagsettur 29.ágúst sl. þar sem óskað er umsagnar um mál nr. 161-2023 - Breyting á lögræðislögum.
17. Til samráðs - Mál nr. 162-2023 - Fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar
Lagður fram tölvupóstur frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti dagsettur 1.september sl. þar sem óksað er umsagnar um fjárfestingakosti viðbótarlífeyrissparnaðar.
18. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 144. fundar Heilbirgðisnefndar ásamt fjárhagsáætlun og drögum að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30