Hoppa yfir valmynd

Bíldudalsskóli - bráðabirgðaskrifstofur

Málsnúmer 2309024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. september 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar, dags. 7.september 2023. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að setja niður 3 skrifstofugáma við Strandgötu 7 á Bíldudal, þar sem Bíldudalsskóli er nú staðsettur. Aðstaðan er ætluð til bráðabirgða sem skrifstofur fyrir starfsmenn skólans.

Erindinu fylgir afstöðumynd.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða.