Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #109

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. september 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varamaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Urðargata 21 - umsókn um lóð.

Erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 5. ágúst 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21a. Umsækjandi hafði áður fengið úthlutaðri lóðinni að Urðargötu 21b. Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var samþykkt að sameina lóðirnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt og sameining lóðanna grenndarkynnt.

    Málsnúmer 2206011 6

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Túngata 16. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

    Erindi frá Magdalenu Lawicki, dags. 8. ágúst 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Túngötu 16, Patreksfirði. Erindinu fylgir nýtt lóðablað unnið af byggingarfulltrúa Vesturbyggðar.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt.

      Málsnúmer 2308006 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Bíldudalsskóli - bráðabirgðaskrifstofur

      Erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar, dags. 7.september 2023. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að setja niður 3 skrifstofugáma við Strandgötu 7 á Bíldudal, þar sem Bíldudalsskóli er nú staðsettur. Aðstaðan er ætluð til bráðabirgða sem skrifstofur fyrir starfsmenn skólans.

      Erindinu fylgir afstöðumynd.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða.

        Málsnúmer 2309024

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Hagi - Breytingar á lóðum

        Erindi frá Björgu G. Bjarnadóttur, dags. 2. september 2023. Í erindinu er óskað eftir breytingu á lóðum innan marka Haga, Barðaströnd. Breytingin er eftirfarandi:

        Hagi II, L201209. Lóðin var 3ha en verður rúmir 41ha eftir breytingu.
        Tungumúli, L223387. Lóðin var 0,7ha en verður 3,2ha eftir breytingu.
        Grænhóll 1, L225786. Lóðin var 0,3ha en verður um 1ha eftir breytingu.
        Höfði, L218799. Lóðin var 1ha en verður 15,7ha eftir breytingu.

        Erindinu fylgja ný mæliblöð.

        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stækkun lóðanna verði samþykkt.

          Málsnúmer 2309027 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Deiliskipulag Langholts og Krossholts - breyting veglagning

          Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Langholts-Krossholts, dags. 7. september 2023. Tillagan felur í sér að breyta legu aðkomuvegar um svæðið en áður skilgreint vegstæði þykir ekki ákjósanlegt vegna bleytu. Afmörkun og stærð tveggja lóða breytast með færslu vegarins. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum með lóðanúmerum L221147, L233020, L139840, L139837, L233022 og L221595.

            Málsnúmer 2308050 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Göngustígur í Selárdal

            Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Selárdals. Breytingin gengur út á að skilgreina stikaða gönguleið frá Brautarholti niður í fjöru í Selárdal. Grenndarkynning var auglýst með athugasemdafresti til 22. júlí 2023. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir sem gerði ekki athugasemdir við breytingartillöguna.

            Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Málsnúmer 2304054 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita.

              Tekin fyrir umsókn frá Arnarlax hf, dags. 7.september 2023. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar á grundvelli framlagðra aðaluppdrátta. Um er að ræða sameiningu lóða Strandgötu 14a, 14c og 14 d í eina lóð.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í deiliskipulagsbreytingu í samræmi við framlögð gögn.

                Málsnúmer 2309030 7

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:11