Hoppa yfir valmynd

Strok úr sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði

Málsnúmer 2309032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. september 2023 – Bæjarráð

Umræður um strok úr sjókvíaeldi í Patreksfirði.

Bæjarráð gerir þær kröfur á eldisfyrirtæki að farið sé að lögum, innra eftirliti sé sinnt og leitað sé leiða til að koma í veg fyrir strok úr kvíum. Tillögur matvælaráðuneytisins að stefnumótun í lagareldi benda til þess nokkrar breytingar verði gerðar varðandi greinina m.a. að reglum um viðbrögð vegna stroka verði breytt og eftirlit verði eflt. Bæjarráð tekur vel í þær tillögur sem hafa verið kynntar og vonast til þess að unnið verði hratt og vel að fullvinnslu tillagnanna og innleiðingu með breytingum á lögum og reglum. Bæjarráð ítrekar kröfur sveitarfélagsins um að þáttur rannsóknar og eftirlits verður eflt og starfrækt á þeim svæðum sem sjókvíaeldi er til staðar.