Hoppa yfir valmynd

Kosning um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Málsnúmer 2309036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. september 2023 – Bæjarstjórn

Tillaga samstarfsnefndar vegna sameiningarviðræðna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar um að kosning um sameiningu sveitarfélaganna fari fram 9. október 2023 til 28. október 2023 og að kosningaaldur miðist við 16 ár. Einnig leggur samstarfsnefndin til að drög að kjörseðli verði samþykkt og að sameiginlegri kjörstjórn verði falið að ákveða staðsetningu og fjölda kjörstaða, skiptingu í kjördeildir og opnunartíma kjörstaða.

Mál frá 10. fundi samstarfsnefndar vegna sameiningarviðræðna Tálknafjarðar og Vesturbyggðar sem fór fram 23.08.2023.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða tillögu samstarfsnefndar varðandi framkvæmd kosninga um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.